Þarf meiri spiltíma á næstunni Hjörvar Ólafsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Albert Guðmundsson hefur lítið fengið að spila fyrir aðallið PSV. vísir Albert Guðmundsson varð um síðustu helgi hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, en liðið tryggði sér titilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Ajax. PSV náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Ajax þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Albert kom ekki við sögu hjá PSV í leiknum, en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð. „Þetta hefur reynt þó nokkuð á þolinmæðina, þessi leiktíð. Þó svo að ég sé sáttur við mína stöðu þá komu augnablik á tímabilinu þar sem ég hefði viljað fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það er hins vegar mikil krafa um árangur hjá PSV og þess er krafist á hverri leiktíð að liðið berjist um titilinn. Það er því enginn tími fyrir tilraunastarfsemi og því hef ég skilning á minni stöðu,“ sagði Albert um stöðu sína hjá PSV. Albert hefur þó verið að brjóta sér hægt og rólega leið inn í lið hollensku meistaranna frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Heerenveen 18 ára gamall sumarið 2015. Albert var færður upp í æfingahóp aðalliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum liðsins á leiktíðinni. Albert hefur í öll skiptin komið inn á sem varamaður. Hann hefur hins vegar farið mikinn með varaliði PSV sem leikur í hollensku B-deildinni. „Ég æfi alla daga með aðalliðinu og mér líður klárlega eins og ég sé hluti af hópnum. Þess vegna finnst mér ég eiga hlut í þessum titli. Það var gaman að vera hluti af liði sem verður landsmeistari og þetta var frábær dagur á sunnudaginn,“ segir Albert. „Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu, þessir leikir með varaliðinu fullnægja ekki mínum vangaveltum um spiltíma. Við munum fara yfir málin í vor og ég sé til hvað ég geri. Fyrsti kostur er að spila reglulega með aðalliði PSV, mér líður mjög vel hérna. Ef það gengur ekki upp verð ég hins vegar að leita annað og fá meiri spiltíma.“ Albert hefur auk þess að freista þess að komast nær aðalliði PSV fengið tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Albert lék til að mynda annan af vináttulandsleikjunum tveimur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Tæpur mánuður er þar til HM-hópurinn verður valinn. Albert er vongóður um að frammistaða hans hafi heillað þjálfara landsliðsins. „Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera jákvæður og bjartsýnn á það að ég fari með til Rússlands. Mér fannst ég sýna nýja hlið á mér í leiknum gegn Mexíkó; að ég geti haldið skipulagi, sýnt dugnað og fylgt fyrirmælum hvað varðar hlaupaleiðir í varnarleiknum. Ég tel mig einnig hafa ýmislegt fram að færa í sóknarleik liðsins. Nú er bara að bíða og sjá, ég verð allavega klár ef kallið kemur,“ segir Albert. Fótbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Albert Guðmundsson varð um síðustu helgi hollenskur meistari með liði sínu, PSV Eindhoven, en liðið tryggði sér titilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Ajax. PSV náði með sigrinum tíu stiga forskoti á Ajax þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Albert kom ekki við sögu hjá PSV í leiknum, en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á yfirstandandi leiktíð. „Þetta hefur reynt þó nokkuð á þolinmæðina, þessi leiktíð. Þó svo að ég sé sáttur við mína stöðu þá komu augnablik á tímabilinu þar sem ég hefði viljað fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það er hins vegar mikil krafa um árangur hjá PSV og þess er krafist á hverri leiktíð að liðið berjist um titilinn. Það er því enginn tími fyrir tilraunastarfsemi og því hef ég skilning á minni stöðu,“ sagði Albert um stöðu sína hjá PSV. Albert hefur þó verið að brjóta sér hægt og rólega leið inn í lið hollensku meistaranna frá því að hann gekk til liðs við félagið frá Heerenveen 18 ára gamall sumarið 2015. Albert var færður upp í æfingahóp aðalliðsins fyrir þessa leiktíð, en hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum liðsins á leiktíðinni. Albert hefur í öll skiptin komið inn á sem varamaður. Hann hefur hins vegar farið mikinn með varaliði PSV sem leikur í hollensku B-deildinni. „Ég æfi alla daga með aðalliðinu og mér líður klárlega eins og ég sé hluti af hópnum. Þess vegna finnst mér ég eiga hlut í þessum titli. Það var gaman að vera hluti af liði sem verður landsmeistari og þetta var frábær dagur á sunnudaginn,“ segir Albert. „Nú þarf ég hins vegar að fara að sjá það í verki að þeir treysti mér með aðalliðinu, þessir leikir með varaliðinu fullnægja ekki mínum vangaveltum um spiltíma. Við munum fara yfir málin í vor og ég sé til hvað ég geri. Fyrsti kostur er að spila reglulega með aðalliði PSV, mér líður mjög vel hérna. Ef það gengur ekki upp verð ég hins vegar að leita annað og fá meiri spiltíma.“ Albert hefur auk þess að freista þess að komast nær aðalliði PSV fengið tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Albert lék til að mynda annan af vináttulandsleikjunum tveimur í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Tæpur mánuður er þar til HM-hópurinn verður valinn. Albert er vongóður um að frammistaða hans hafi heillað þjálfara landsliðsins. „Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera jákvæður og bjartsýnn á það að ég fari með til Rússlands. Mér fannst ég sýna nýja hlið á mér í leiknum gegn Mexíkó; að ég geti haldið skipulagi, sýnt dugnað og fylgt fyrirmælum hvað varðar hlaupaleiðir í varnarleiknum. Ég tel mig einnig hafa ýmislegt fram að færa í sóknarleik liðsins. Nú er bara að bíða og sjá, ég verð allavega klár ef kallið kemur,“ segir Albert.
Fótbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira