Gefur lítið fyrir gagnrýni á kosningaloforð: „Það er dýrt að vera gamall“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gefur lítið fyrir gagnrýni á tillögur flokksins um afnám fasteignaskatta á eldri borgara og segir rangt að skattleggja fólk út úr íbúðum sínum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur aftur á móti staðfest að flöt niðurfelling skattanna standist ekki lög. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í gær er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri meðal kosningaloforða Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Loforðið hefur sætt gagnrýni þar sem tekjulægri eldri borgarar eru þegar undanþegnir slíkum sköttum. Þá benti hagfræðingur á það í gær að ráðstöfunartekjur eldri borgara hefðu aukist margfalt á við yngri aldurshópa undanfarin ár. „Í fyrsta lagi er dýrt að vera gamall. Það er margt sem þarf að borga varðandi heilsuna og annað. Margir eldri borgarar eru skuldugir, það má ekki gleyma því. Þegar alltaf er verið að refsa eldri borgurum fyrir að vinna þá viljum við koma með mótvægisaðgerðir í því,“ segir oddvitinn Eyþór Arnalds.Segir hlutverk stjórnmálamanna að leita lausna Eyþór gefur lítið fyrir gagnrýni forseta borgarstjórnar og annarra sem bentu á það í gær að tillögurnar stæðust líklega ekki lög. „Stjórnmálamenn eiga að leita lausna, en ekki að finna afsakanir fyrir því að létta ekki byrðum af fólki. Vestmannaeyjar hafa gert þetta og það hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Við spyrjum því, er ekki hægt að gera það í Reykjavík eins og í Vestmannaeyjum?“ spyr Eyþór. Þetta er vissulega rétt, en þrátt fyrir að í gjaldskrá Vestmannaeyja standi að tekjutengdur afsláttur sé veittur af fasteignasköttum eldri borgara hefur hann undanfarin ár verið veittur þeim öllum – án tillits til tekna. Í skriflegu svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til fréttastofu er hins vegar ítrekað að slík flöt niðurfelling standist ekki lög. Ekki fengust hins vegar hins vegar skýringar á því hvers vegna ráðuneytið hefur látið framkvæmd bæjarins óátalda. Eyþór er alltént hvergi banginn. „Ef það þarf að útfæra þetta með öðrum hætti þá munum við bara hreinlega gera það.“ Hann segir það enn fremur afar mikilvægt að eldri borgarar geti búið heima hjá sér, eins lengi og þeir vilja. „Ég tel að það sé ekki rétta lausnin við húsnæðisvandanum í Reykjavík að skattleggja gamla fólkið út úr íbúðunum sínum. Það er ekki lausnin, það er ekki mannúðlegt.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28
Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum, segir hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson. 16. apríl 2018 23:34