Björgólfur sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Birgir Olgeirsson skrifar 17. apríl 2018 16:14 Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. Vísir/GVA Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið sýknaður af 603 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga. Um var að ræða fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. sem fóru fram á skaðabætur vegna tjóns sem forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna vegna þess að málin voru fyrnd. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Björgólfur Thor var stærst eigandinn í Landsbankanum fyrir hrun í gegnum félagið sitt Samson ehf. Vísir/EyþórSagðist ekki hafa borið stjórnunarábyrgð Fyrir dómi hafnaði Björgólfur því að hafa borið einhverja stjórnunarábyrgð í Landsbankanum og benti á að hann hefði aldrei tekið sæti í bankaráði. Forsvarsmenn félaganna vildu meina að Björgólfur hefði með saknæmum hætti haldið frá þeim og öðrum markaðsupplýsingum um að Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum í Landsbanka Íslands og að bankinn hefði stundað umfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn Björgólfs. Fyrir dómi taldi Björgólfur Thor kröfur forsvarsmanna félaganna ekki aðeins fyrndar heldur að horft hafi verið fram hjá meginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa.Fyrningarfresturinn hófst við hrunið Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum. Var talið að upphaf fyrningarfrestsins í þessu máli sé sá dagur sem bankahrunið varð, það er 7. október árið 2008. Þá hafi forsvarsmönnum fyrirtækjanna verið ljóst að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir þá að mati dómsins. Í dóminum kemur fram að ætla megi að það hafi ekki tekið forsvarsmenn fyrirtækjanna langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að þeirra mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu meina að gagnaöflun hefði tekið talsverðan tíma í þessum málum og því hafi umfang tjónsins ekki verið ljóst að fullu fyrr en mörgum árum eftir hrun. Annar aðilinn sagðist til að mynda ekki hafa fengið gögn afhent frá Landsbankanum fyrr en í febrúar árið 2015. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið sýknaður af 603 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga. Um var að ræða fiskveiðihlutafélagið Venus hf. og Vogun hf. sem fóru fram á skaðabætur vegna tjóns sem forsvarsmenn félaganna töldu sig hafa orðið fyrir vegna kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum sem urðu verðlaus í bankahruninu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Björgólf Thor af kröfu félaganna vegna þess að málin voru fyrnd. Björgólfur Thor var aðaleigandi Landsbankans fyrir hrun í gegnum fjárfestingarfélagið sitt Samson ehf.Björgólfur Thor var stærst eigandinn í Landsbankanum fyrir hrun í gegnum félagið sitt Samson ehf. Vísir/EyþórSagðist ekki hafa borið stjórnunarábyrgð Fyrir dómi hafnaði Björgólfur því að hafa borið einhverja stjórnunarábyrgð í Landsbankanum og benti á að hann hefði aldrei tekið sæti í bankaráði. Forsvarsmenn félaganna vildu meina að Björgólfur hefði með saknæmum hætti haldið frá þeim og öðrum markaðsupplýsingum um að Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum í Landsbanka Íslands og að bankinn hefði stundað umfangsmiklar lánveitingar til félaga sem voru undir stjórn Björgólfs. Fyrir dómi taldi Björgólfur Thor kröfur forsvarsmanna félaganna ekki aðeins fyrndar heldur að horft hafi verið fram hjá meginreglum laga um takmarkaða ábyrgð hluthafa.Fyrningarfresturinn hófst við hrunið Héraðsdómur Reykjavíkur tók fram að krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum. Var talið að upphaf fyrningarfrestsins í þessu máli sé sá dagur sem bankahrunið varð, það er 7. október árið 2008. Þá hafi forsvarsmönnum fyrirtækjanna verið ljóst að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir þá að mati dómsins. Í dóminum kemur fram að ætla megi að það hafi ekki tekið forsvarsmenn fyrirtækjanna langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að þeirra mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu meina að gagnaöflun hefði tekið talsverðan tíma í þessum málum og því hafi umfang tjónsins ekki verið ljóst að fullu fyrr en mörgum árum eftir hrun. Annar aðilinn sagðist til að mynda ekki hafa fengið gögn afhent frá Landsbankanum fyrr en í febrúar árið 2015.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira