Ætla að vinna gegn óhróðri og undirróðursstarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2018 15:43 „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.“ Vísir/Pjetur Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka lýsa yfir andúð við á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að framkvæmdastjórarnir ásetji sér að vinna gegn öllu slíku og að mikilvægt sé að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að kosningabarátta sé margslungið samtal þjóðarinnar og þar eigi stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. „Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.“ Yfirlýsinguna alla má lesa hér að neðan.Kosningabaráttan - Yfirlýsing frá skrifstofum stjórnmálaflokka.Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast. Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj. Samfylkingar.Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins.Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Framkvæmdastjórar allra flokka í nefnd um fjármál stjórnmálaflokka lýsa yfir andúð við á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að framkvæmdastjórarnir ásetji sér að vinna gegn öllu slíku og að mikilvægt sé að kosningabarátta sé málefnaleg og reglum samkvæm. „Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir að kosningabarátta sé margslungið samtal þjóðarinnar og þar eigi stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. „Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.“ Yfirlýsinguna alla má lesa hér að neðan.Kosningabaráttan - Yfirlýsing frá skrifstofum stjórnmálaflokka.Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast. Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi, erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir. Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj. Samfylkingar.Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins.Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira