Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2018 17:38 Eyþór snýr vörn í sókn og segir borgina geta trútt um talað þegar aldraðir og öryrkjar eru annars vegar. „Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40