Sport

Hvað verður um Dez Bryant?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bryant hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Kúrekanna.
Bryant hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Kúrekanna. vísir/getty
Einn besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár, Dez Bryant, er á lausu eftir að Dallas Cowboys ákvað að rifta samningi við hann um helgina.

Hinn 29 ára gamli Bryant hefur verið í herbúðum Kúrekanna allan sinn feril í NFL-deildinni en hann kom til félagsins árið 2010.

Leikmaðurinn tók tíðindunum ekkert sérstaklega vel og var mjög virkur á Twitter alla helgina. Hann sagðist þá helst vilja vera í sömu deild og Cowboys svo hann gæti hefnt sín á félaginu tvisvar á ári.

Þá þyrfti hann að fara til Philadelphia, NY Giants eða Washington. Washington væri líklegasti áfangastaðurinn af þessum þremur.

Það eru aftur á móti fjöldi annarra liða sem hefur mikinn áhuga á Bryant og gæti vel nýtt hans krafta. Houston Texans og Baltimore Ravens eru á meðal þeirra liða.

Bryant er enn að jafna sig á áfallinu að hafa verið hent út úr hesthúsi Kúrekanna og mun á næstu dögum ákveða framtíð sína.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×