Er ennþá að koma sjálfum mér á óvart Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. apríl 2018 07:15 Andri Rúnar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/EPA Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“ Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira
Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason minnti á sig í umræðunni um hvaða framherjar fara með landsliðinu til Rússlands um helgina er hann skoraði þrennu fyrir Helsingborg í sigri á Frej í Superettan. Markakonungur Pepsi-deildarinnar á síðasta ári hefur byrjað tímabilið í Svíþjóð af krafti en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum í öllum keppnum ásamt því að leggja upp tvö í fyrsta deildarleik Helsingborg en sænska deildin hófst á dögunum. Er þetta fyrsta ár Andra Rúnars í atvinnumennsku eftir félagsskipti frá Grindavík í vetur.Hefur nýtt tímann vel Andri Rúnar sem jafnaði markamet íslensku deildarinnar með Grindavík í fyrra tekur undir að fyrstu leikirnir hafi reynst draumi líkastir þegar Fréttablaðið heyrir í honum. Hafði hann háleit markmið þegar hann kom út en fimm mörk og tvær stoðsendingar voru framar vonum. „Ég get ekki verið annað en ánægður með fyrstu vikurnar hérna í Svíþjóð, tvær stoðsendingar og þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Auðvitað hafði maður háleit markmið en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ segir Andri og bætir við: „Ég er í raun enn að koma sjálfum mér á óvart með hvað hægt er að bæta sig mikið á stuttum tíma. Hérna fæ ég svo tækifæri til að æfa aukalega og fæ góða hvíld á milli og það hjálpar manni að bæta sig sem fótboltamaður, ég hef nýtt tímann vel síðustu mánuði.“ Andri fann fyrir pressu er hann kom út en hann heyrði strax ytra að búist var við því að hann yrði markakóngur. „Það var mikilvægt að ná að skora strax tvö mörk í bikarnum og ég fann það líka þegar ég skoraði fyrsta markið um helgina að það létti á mér. Sjálfstraustið kom með því og ég finn mig betur með hverjum leik,“ segir Andri en veðbankar í Svíþjóð höfðu mikla trú á honum. „Sænskir veðbankar settu mig sem langlíklegastan til að vera markahæstur fyrirfram og það skapaði smá pressu.“ Andra finnst jákvætt að leika undir þessari pressu. „Ég lærði það í fyrra að nýta mér þessa pressu til góðs, reyna að nota hana til að komast lengra. Að mínu mati er betra að hafa pressu á sér til að kalla fram það besta í manni.“Líður vel í Svíþjóð Andri samdi við eitt af stærstu liðum Svíþjóðar en Helsingsborg er í Superettan-deildinni, næstefstu deildinni í Svíþjóð. Hann finnur fyrir miklum metnaði hjá félaginu til að koma því aftur í fremstu röð og kann vel við lífið í Svíþjóð. „Það tók mig ekki nema nokkrar mínútur að sjá hversu stór klúbbur þetta var þegar ég skoðaði aðstæðurnar í haust. Metnaðurinn er mikill hjá félaginu og það er búið að sækja leikmenn sem hafa gert það gott í efstu deild. Gæðin á æfingunum eru mikil og það tók mig 2-3 vikur að venjast hraðanum. Eftir það hef ég náð að komast betur í takt við hraðann á æfingunum og náð að bæta mig heilan helling síðan ég kom hingað út til Svíþjóðar.“Yrði draumur að fara á HM Andri Rúnar lék fyrstu landsleiki sína gegn Indónesíu í janúar og skoraði í þeim eitt mark. Hann dreymir um að komast á HM eins og alla aðra knattspyrnuleikmenn frá Íslandi. Hann segist þó ekki hugsa út í það dagsdaglega. „Það er náttúrulega draumur allra að vera hluti af þessum hóp en ég reyni að hugsa ekki mikið út í hvort ég verði í hópnum. Ég stjórna ekki valinu, ég get bara stýrt því hvernig ég spila og hvort ég verði tilbúinn ef ég verð valinn.“ Andri kveðst að sjálfsögðu tilbúinn ef kallið kemur. „Ég verð tilbúinn ef kallið kemur en þetta er ekki mitt að ákveða. Landsliðsþjálfararnir velja sterkasta hópinn hverju sinni og þeir taka ákvörðunina.“
Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira