Macron segist hafa sannfært Trump um að halda herliðinu í Sýrlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 23:30 Macron segist hafa haft veruleg áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. vísir/afp Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa sannfært Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að herlið Bandaríkjanna skyldi halda kyrru fyrir í Sýrlandi. Það væri nauðsynlegt. „Við sannfærðum hann um að það væri nauðsynlegt að halda kyrru fyrir til lengri tíma.“ Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Frakklandsforseta sem var í viðtali við BFM TV.Trump vildi ganga lengraÍ sama viðtali tjáði Macron sig um loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. „Við sannfærðum hann líka um að loftárásirnar yrðu að einskorðast við skotmörk efnavopnabúranna, eftir að hann missti sig aðeins á Twitter,“ segir Macron um Twitterfærslur Donalds Trump. Bandaríkjaforseti hafi viljað ganga harðar fram. Í lok síðasta mánaðar sagði Donald Trump ráðgjöfum sínum frá því að hann hygðist kalla aftur bandaríska hermenn frá Sýrandi fyrr en ætlað var. Ákvörðun forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers sem telja að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki sé hvergi nærri lokið. Donald Trump sagði stuðningsmönnum sínum frá þessu á fundi í Ohio í lok mars. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði Trump um herlið sitt. Í viðtalinu sagði Macron að rússnesk yfirvöld, sem styðja Bashar al-Assad, væru meðsek. Vladimir Pútín hafi komið í veg fyrir það að alþjóðasamfélagið hafi getað, með diplómatískum hætti, komið í veg fyrir efnavopnaárásir. „Auðvitað eru þau meðsek.“ Hann ítrekaði að vesturveldin hefðu sannanir fyrir því að Sýrlandsstjórn hefði beitt efnavopnum á eigin þjóð. „Við vorum komin á þann stað að loftárásirnar voru nauðsynlegar til þess að efla tiltrú fólks á alþjóðasamfélagið.“ Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17 Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa sannfært Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að herlið Bandaríkjanna skyldi halda kyrru fyrir í Sýrlandi. Það væri nauðsynlegt. „Við sannfærðum hann um að það væri nauðsynlegt að halda kyrru fyrir til lengri tíma.“ Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Frakklandsforseta sem var í viðtali við BFM TV.Trump vildi ganga lengraÍ sama viðtali tjáði Macron sig um loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. „Við sannfærðum hann líka um að loftárásirnar yrðu að einskorðast við skotmörk efnavopnabúranna, eftir að hann missti sig aðeins á Twitter,“ segir Macron um Twitterfærslur Donalds Trump. Bandaríkjaforseti hafi viljað ganga harðar fram. Í lok síðasta mánaðar sagði Donald Trump ráðgjöfum sínum frá því að hann hygðist kalla aftur bandaríska hermenn frá Sýrandi fyrr en ætlað var. Ákvörðun forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers sem telja að baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki sé hvergi nærri lokið. Donald Trump sagði stuðningsmönnum sínum frá þessu á fundi í Ohio í lok mars. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði Trump um herlið sitt. Í viðtalinu sagði Macron að rússnesk yfirvöld, sem styðja Bashar al-Assad, væru meðsek. Vladimir Pútín hafi komið í veg fyrir það að alþjóðasamfélagið hafi getað, með diplómatískum hætti, komið í veg fyrir efnavopnaárásir. „Auðvitað eru þau meðsek.“ Hann ítrekaði að vesturveldin hefðu sannanir fyrir því að Sýrlandsstjórn hefði beitt efnavopnum á eigin þjóð. „Við vorum komin á þann stað að loftárásirnar voru nauðsynlegar til þess að efla tiltrú fólks á alþjóðasamfélagið.“
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 „Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17 Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
„Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nýtt kalt stríð sé skollið á. 14. apríl 2018 20:17
Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu. 31. mars 2018 17:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent