Fótbolti

Hjörtur á bekknum þegar Brøndby sigraði í Kaupmannahafnarslagnum

Einar Sigurvinsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Vísir/getty
Hjörtur Hermannsson kom ekkert við sögu þegar Brøndby IF sigraði FC København í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Brøndby og lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Kaupmannahöfn komst yfir í leiknum með marki frá Peter Ankersen og voru 1-0 yfir í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks fengu þeir gullið tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en Robert Skov brenndi af vítuspyrnu.

Á 76. mínútu jafnaði Kamil Wilczek leikinn fyrir Brøndby. Það stefndi allt í jafntefli þar til alveg í blálokin að Hany Mukhtar skoraði fyrir sigurmark Brøndby.

Þetta var fimmti sigur Brøndby í röð en liðið er með tveggja stiga forystu á toppi síns riðils, en efsta liðið endar sem meistari. FC København á ekki möguleika á að verða meistari þetta árið en liðið er í 4. sæti riðilis, 22 stigum á eftir Brøndby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×