Íslendingi bjargað úr sjávarháska undan ströndum Noregs Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 22:33 Sigurður Hjaltested var á veiðum á bátnum sínum Nero undan ströndum norska bæjarins Mehamn þegar ógæfan dundi yfir. Google Maps. „Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
„Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent