Viðkvæmir hálfguðir Þórlindur Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum dýrkaði fólk alls konar fornar hetjur, guði og hálfguði. Þetta er liðin tíð. Þess í stað dýrkum við kvikmyndastjörnur og íþróttamenn. Þetta er ástæða þess að það er eftir miklu að slægjast fyrir þá sem ná langt á sviði dægurmenningar og íþrótta. Besta íþróttafólk í heimi nýtur ekki bara frægðar heldur líka ríkidæmis og virðingar. Tilvera íþróttamannsins er hins vegar býsna brothætt, og aðeins örfáir þeirra allra bestu búa við eitthvað sem kalla mætti starfsöryggi. Hjá öllum öðrum má ekkert út af bregða. Fyrir þá sem hafa íþróttir að atvinnu eru alvarleg meiðsl þess vegna meiriháttar áhætta sem getur sett lífsafkomu og framtíðarmöguleika íþróttamannsins í algjört uppnám. Sem betur fer hefur læknavísindunum fleygt fram og meiðsl sem voru vís til þess að binda enda á leikmannsferil fyrir tuttugu og fimm árum eru í dag viðráðanleg. Slitnum krossböndum eru tjaslað saman og alls konar beinbrot og álagsmeiðsli eru löguð og leikmennirnir endurhæfðir.Taugar þandar En meiðsli geta verið meiri og alvarlegri heldur en brotin bein. Í hafnaboltanum bandaríska eru verðmætustu leikmennirnir þeir sem kasta boltanum þannig í átt að andstæðingnum að erfitt eða ómögulegt er að hitta hann með kylfunni. Bestu kastararnir í hafnaboltanum eru með hæst launuðu íþróttamönnum heims, og fá borgað sem nemur verðmæti góðs úthafstogara á hverju ári fyrir að hafa þennan hæfileika og halda honum við. Starf kastarans krefst ótrúlegrar nákvæmni og styrks. Góður kastari er fær um að hitta örlítið skotmark með litlum bolta á tuttugu metra færi, allt að hundrað sinnum í leik. Boltinn er á stærð við lítinn hnoðaðan snjóbolta, og þeir sem hafa reynt að hitta ljósastaur hinum megin við götuna vita að það er ekki sjálfgefið. Kastari í hafnabolta þarf að geta kastað þessum litla bolta á allt að hundrað og sextíu kílómetra hraða með snúningi og vera fær um að hitta í ljósastaurinn í hvert einasta skipti af tuttugu metra færi. Til samanburðar þá er venjuleg gata í íbúðabyggð í kringum níu metra breið. Meðal kastara í hafnabolta er óttinn við meiðsli vitaskuld mikill. Það er ekki lítið áfall ef leikmaður á slíkum launum verður óvinnufær í lengri eða skemmri tíma. Og þar sem kastararnir þurfa að búa yfir mikilli nákvæmni þá má lítið út af bregða. Dæmi eru um að leikmenn missi úr nokkrar vikur vegna þess að nögl hefur rifnað eða lítil sár myndast á óheppilegum stað á höndinni. Við slík smávægileg meiðsli getur frábær leikmaður skyndilega orðið algjörlega gagnslaus, og jafnvel skaðlegur fyrir framgang liðsins. Þegar svona mikillar nákvæmni er krafist þurfa taugarnar líka að vera í lagi. Það getur verið mikið álag, tugir þúsunda áhorfenda og milljónir heima í stofu—og kastarinn stendur einn með boltann og þarf að hitta kókdós í tuttugu metra fjarlægð. Þeir bestu eru því ekki bara með óvenjulega líkamlega getu—þeir þurfa að hafa algjörar stáltaugar og óbilandi sjálfstraust. Og það er einmitt þetta sem þeir óttast mest af öllu að missa. Sálarmeinin eru verst Hættulegustu „meiðsl“ kastara í hafnabolta hafa nefnilega ekkert með líkamana að gera. Það sem þeir óttast mest af öllu er að missa skyndilega hæfileikann til þess að framkvæma þá hreyfingu sem þeir hafa framkvæmt sjálfkrafa alla sína ævi. Mörg dæmi eru um yfirburðaleikmenn sem skyndilega missa þennan hæfileika—eins og geimverur hafi sogað hann út úr þeim. Þá standa þeir úti á vellinum, svitna köldum svita, hjartað hamast, þeim sortnar fyrir augum og ekkert getur bjargað þeim annað en þjálfarinn sem miskunnarlega tekur þá út af og sendir í bað. Ekkert amar að þeim líkamlega. Það er andlegi þátturinn sem gefur sig—og þegar leikmaður hefur einu sinni fengið snert af þessu heilkenni þá verður hann oftast nær heltekinn af þeim ótta það sem eftir lifir ferilsins. Og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem leikmenn hafa þorað að tala um þennan ótta og liðin hafa bætt ýmiss konar sálfræðiþjónustu við hefðbundið æfingaprógramm leikmanna. Venjulega fólkið Undanfarið hafa ýmsir íþróttamenn ákveðið að tala opinberlega um ýmis andleg vandamál og veikindi sem þeir hafa þurft að kljást við. NBA stjarnan Kevin Love lýsti því fyrr í haust hvernig hann fékk taugaáfall í miðjum leik. Sundkappinn Michael Phelps hefur lýst baráttu sinni við þunglyndi og kvíða. Hafnaboltaleikmaðurinn CC Sabathia hefur lýst baráttu sinni við Bakkus á einlægan hátt. Þessir hálfguðir samtímans eru eflaust ekki jafnharðir og leikmenn íslenskra gullaldarliða í fótbolta—en það kann að vera að einlægar lýsingar þeirra á því hvernig þeir hafa glímt við og sigrast á alls konar andlegum erfiðleikum geti hjálpað okkur venjulegu mönnunum.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun