Samþykkt var einróma á fjölmennum stofnfundi nýs bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum í kvöld að bjóða fram lista í sveitastjórnarkosningunum 26. maí næstkomandi. Félagið heitir ,,Fyrir Heimaey” og nýkjörinn formaður, Leó Snær Sveinsson segir að markmið þess sé einfaldlega að bæta samfélagið í Eyjum og vera umræðuvettvangur um málefni þess.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá þessu nýstofnaða félagi en auk Leós voru Kristín Hartmannsdóttir, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Rannveig Ísfjörð og Leifur Gunnarsson kjörin í stjórn.
Varastjórn skipa:
Styrmir Sigurðarson
Gústaf Adolf Gústafsson
Halldór Bjarnason
Leó sagði að félagið myndi nú einhenda sér í að setja saman framboðalista og þess væri að vænta að hann verði kynntur sunnudaginn 22. apríl næstkomandi.
Innlent