Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2018 19:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/hanna Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00