Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2018 19:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/hanna Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Sjá meira
Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor vegna átaka og ólgu innan Bjartrar Framtíðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni tefla fram eigin lista í Hafnarfirði.Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/StefánBjört Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, greindi frá því í Facebook-færslu í dag að mikil átök geisuðu nú innan Bjartrar framtíðar. Samkvæmt færslu Bjartar, sem sjá má neðst í fréttinni, hafa fulltrúar flokksins, sem hugðust skipa sæti á sameiginlegum lista BF og Viðreisnar, dregið sig í hlé „með miklum trega og eftirsjá.“ Þá sagði Björt að flokksmenn væru þreyttir á átökum og ruglingi innan flokksins.Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, staðfestir í samtali við Vísi að Viðreisn muni bjóða fram eigin lista í Hafnarfirði vegna stöðunnar sem upp hafi komið innan Bjartrar framtíðar. Þorgerður segir að raunar hafi alltaf verið ætlunin að bjóða fram undir listabókstafnum C, sem Viðreisn hefur notast við. „En atburðarás síðustu daga, eftir þó mjög gott samstarf við ákveðna einstaklinga innan Bjartar framtíðar, hefur leitt til þess að Viðreisn fer fram undir merkjum Viðreisnar.“ Þorgerður segir lista framboðsins tilbúinn og að hann verði kynntur á næstu dögum. Aðspurð vill hún þó ekki tjá sig um það hvort einhverjir innan Bjartrar framtíðar eigi sæti á listanum. Innanbúðarátök Bjartrar framtíðar hafa ratað í fjölmiðla síðustu daga. Greint var frá því í dag að meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefði samþykkt í gær, á miklum hitafundi, að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar. Forseti Bæjarstjórnar, Guðlaug Kristjánsdóttir lagði þetta til en hún og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi sögðu sig nýlega úr Bjartri framtíð. Þá segir í færslu Bjartar Ólafsdóttur að afgreiðsla málsins liggi nú á borði innanríkisráðuneytisins.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00
Theodóra og Einar leiða sameiginlegan lista Bjartrar Framtíðar og Viðreisnar Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. 11. apríl 2018 18:00