Ráða ekki við aukinn fjölda ferðamanna á spítalanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 21:00 Einungis sjö föst rými eru á gjörgæsludeild Landspítalans og eru þau alltaf fullnýtt að sögn yfirlæknis. Vísir Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Vegna aðstöðuleysis hefur einungis ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga. Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum. Í yfirlýsingu sem læknaráð Landspítalans sendi frá sér í gær sagði að fresta hefði þurft 56% allra hjartaaðgerða á síðasta ári og var algengasta ástæðan skortur á legurýmum á gjörgæslu sem eru nauðsynleg í kjölfar hjartaaðgerða. Yfirlæknir á hjartaskurðdeild segir ástandið óboðlegt. „Þessa viku til dæmis höfum við bara getað gert eina hjartaskurðaðgerð. Og þar sem fjórar aðgerðir á viku duga ekki til gefur augaleið að vandinn er að hlaðast upp," segir Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðlækninga á Landspítalanum. Þetta er vegna aðstöðuleysis? „Já, já."Bjarni Torfason, yfirlæknir hjarta- og brjóstholsskurðaðgerða á Landspítalanum.Forstjóri Landspítalans segir nýjan meðferðarkjarna leysa vandann að hluta í framtíðinni. Þangað til þurfi að bregðast við mikilli fjölgun erlendra ferðamanna þar sem spítalinn ráði ekki við álagið en ferðamenn áttu hátt í fimmtung legudaga á síðasta ári. Þetta megi gera með fræðslu, merkingum og eftirliti. Þá séu erlendir ferðmenn oft lengur en þörf krefur á spítalanum. „Síðan hefur það komið fyrir endurtekið, meðal annars vegna þess að Landspítalinn er mun ódýrari en spítalar erlendis, að það hefur þurft að þrýsta ansi mikið á erlend tryggingafélög um að flytja fólk til baka," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Ef sjúklingnum er frestað ítrekað þá brotnar hann niður andlega og það er líka erfiðara fyrir grunnsjúkdóminn og það er bara ómanneskjulegt að þurfa lenda í því ítrekað að komast ekki að á spítalanum vegna aðstöðuleysis," segir Bjarni Torfason. Gjörgæslan á Landspítalnum við Hringbraut er blönduð og eru þar einungis um sjö legurými. Formaður Hjartaheilla telur þörf á sérstakri deild eftir hjartaskurðaðgerðir til þess að koma í veg fyrir frestanir á aðgerðum sem oftast koma upp á síðustu stundu. „Okkar samfélag er að breytast. Það er að stækka þannig að við erum að fá miklu fleiri ferðamenn hingað inn, það eru að koma stórslys og annað og fyrirsjáanlega getur komið upp sú staða að hjartasjúklingar og aðrir víkja algjörlega til hliðar vegna óvæntra atvika," segir Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira