Lífið

Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stephen Colbert er einn af þeim sem gerði sér mat úr vitnisburði Mark Zuckerberg.
Stephen Colbert er einn af þeim sem gerði sér mat úr vitnisburði Mark Zuckerberg. Vísir
Það hefur líklega farið framhjá fæstum að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, svaraði í vikunni svörum þingmanna Bandaríkjaþings vegna aðgerða fyrirtækisins í kjölfar þess að upp komst um að upplýsingar um tugmilljónir notenda var deilt með hinum umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica.

Stóð hann í ströngu í gær og í fyrradag og fylgdist heimsbyggðin grannt með. Ýmislegt kom í ljós um starfsemi Facebook, en „vélræn“ framkoma Zuckerberg vakti ekki síður athygli, líkt og fjallað var um í gær.

Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum hafa gert sér mat úr þessum nefndarfundum Zuckerberg með þingmönnum og óhætt er að segja að þeir hafi látið bæði þingmenninna heyra það fyrir að vera gamaldags, sem og Zuckerberg fékk sinn skerf af bröndurum. 

Sjá má brot af því besta hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×