Nýliði á fertugsaldri sló í gegn hjá Lakers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 12:00 Ingram fagnar eftir að hafa sett niður þrist gegn Rockets. Hann setti fjóra þrista í leiknum. vísir/getty Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði. NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði.
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira