Fótbolti

Hæsta fall íslenska landsliðsins á FIFA-listanum síðan rétt eftir EM 2016

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Liðið hefur ekki fallið hraðar á listanum í nítján mánuði.

Íslenska liðið fellur niður um fjögur sæti á listanum eftir tapleiki á móti Mexíkó og Perú í Bandaríkjaferðinn í mars.

Ísland var búið að vera meðal tuttugu efstu þjóða heims þrjá mánuði í röð og hefur aldrei verið lengur í einu inn á topp tuttugu.

Þetta er hæsta fall landsliðsins á FIFA-listanum síðan rétt eftir EM 2016 eða síðan að liðið fór úr 23. sæti niður í 27. sæti milli ágúst og september listans árið 2016.

Þjóðirnar sem komast upp fyrir Ísland á þessum nýja lista eru Túnis (14. sæti), Úrúgvæ (17. sæti), Holland (19. sæti) og Wales (21. sæti). Túnisbúar hækka um heil níu sæti.

Ellefu HM-þjóðir eru neðar en Ísland á nýja listanum. Það eru Svíþjóð (23. sæti), Kosta Ríka (25. sæti), Senegal (28. sæti), Serbía (35. sæti), Íran (36. stæi), Ástralía (40. sæti), Marakkó (42. sæti), Egyptaland (46. sæti), Nígería (47. sæti), Panama (55. sæti), Japan (60. sæti), Suður-Kórea (61. sæti), Rússland (66. sæti) og Sádí Arabía (70. sæti).







Ísland á síðustu FIFA-listum:

- 2018 -

Apríl: 22. sæti (Niður um 4 sæti)

Mars: 18. sæti (=)

Febrúar: 18. sæti (+2)

Janúar: 20. sæti (+2)

- 2017 -

Desember: 22. sæti (=)

Nóvember: 22. sæti (-1)

Október: 21. sæti (+1)

September: 22. sæti (-2)

Ágúst: 20. sæti (-1)

Júlí: 19. sæti (+3)

Júní: 22. sæti (-1)

Maí: 21. sæti (=)

Apríl: 21. sæti (+2)

Mars: 23. sæti (-3)

Febrúar: 20. sæti (+1)

Janúar: 21. sæti (=)

- 2016 -

Desember: 21. sæti (=)

Nóvember: 21. sæti (=)

Október: 21. sæti (+6)

September: 27. sæti (-4)

Ágúst: 23. sæti (-1)

Júlí: 22. sæti (+12)

Júní: 34. sæti (+1)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×