Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Formaður SFS segir kerfið óhagfellt útgerðinni. Frá 2010 til 2016 tók ríkið til sín um fimmtung umframhagnaðar í sjávarútvegi í gegnum auðlindarentu. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hin 80 prósent auðlindarentunnar hafa skipst á milli núverandi eigenda útgerðarfyrirtækjanna og þeirra sem hafa selt kvótann frá sér. Stefán hefur unnið að rannsóknum á sviði fjármála um árabil. Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004 og komu þá í stað fyrri gjalda sem höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld voru í upphafi lág en hækkuðu verulega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun og hafa hækkað áfram ef frá er talið árið 2015 . Tilgangur veiðigjalda er að skattleggja rentuna og greiða kostnað við stjórnun auðlindarinnar. Auðlindarenta er sá umframhagnaður er kemur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu alls samfélagsins. „Í öðrum atvinnugreinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Núverandi aðilar á markaði stækka við sig. Aukin samkeppni leiðir síðan til þess að umframhagnaður hverfur,“ segir Stefán.Til að meta rentuna notaði Stefán tvær aðferðir. Önnur byggði á áætluðum kostnaði við fjármagn, bæði eigið og lánsfé, en sú seinni byggði á mun á arðsemi fjármagns hjá íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum. Stefán reiknaði út nánast sömu auðlindarentu með báðum aðferðunum sem styrkir niðurstöðu hans talsvert. Engin auðlindarenta varð til í greininni fyrr en eftir hrun vegna þess að afli dróst saman allt frá 1990 og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu í rekstri eftir því. Hins vegar gerist það eftir hrun að afli eykst hratt án þess að fjöldi starfa aukist samhliða því. Einnig veiktist gengi krónunnar gríðarlega á þessum tíma sem jók á hagnað útgerðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa oft gagnrýnt hvernig auðlindagjaldið er upp sett og að margar minni útgerðir eigi afar erfitt með að greiða af veiðigjöldin. „Eins og staðan er núna eru veiðigjöld of há þar sem við erum að greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu 2016. Íslenska krónan stendur gríðarlega sterkt og við hjá SFS finnum fyrir því að þetta sligi margar útgerðir,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS. „Útgerðin hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og við erum stolt af því. Hins vegar er erfitt að greiða auðlindagjald tveimur árum eftir að fiskveiðiári lýkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00 Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Frá 2010 til 2016 tók ríkið til sín um fimmtung umframhagnaðar í sjávarútvegi í gegnum auðlindarentu. Þetta er mat Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hin 80 prósent auðlindarentunnar hafa skipst á milli núverandi eigenda útgerðarfyrirtækjanna og þeirra sem hafa selt kvótann frá sér. Stefán hefur unnið að rannsóknum á sviði fjármála um árabil. Veiðigjöldin voru fyrst sett á 2004 og komu þá í stað fyrri gjalda sem höfðu hvílt á útgerðinni. Veiðigjöld voru í upphafi lág en hækkuðu verulega í tíð vinstri stjórnarinnar eftir hrun og hafa hækkað áfram ef frá er talið árið 2015 . Tilgangur veiðigjalda er að skattleggja rentuna og greiða kostnað við stjórnun auðlindarinnar. Auðlindarenta er sá umframhagnaður er kemur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu alls samfélagsins. „Í öðrum atvinnugreinum með fullkominni samkeppni leiðir umframhagnaður til þess að nýir aðilar hefja starfsemi. Núverandi aðilar á markaði stækka við sig. Aukin samkeppni leiðir síðan til þess að umframhagnaður hverfur,“ segir Stefán.Til að meta rentuna notaði Stefán tvær aðferðir. Önnur byggði á áætluðum kostnaði við fjármagn, bæði eigið og lánsfé, en sú seinni byggði á mun á arðsemi fjármagns hjá íslenskum sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum. Stefán reiknaði út nánast sömu auðlindarentu með báðum aðferðunum sem styrkir niðurstöðu hans talsvert. Engin auðlindarenta varð til í greininni fyrr en eftir hrun vegna þess að afli dróst saman allt frá 1990 og sjávarútvegsfyrirtækin hagræddu í rekstri eftir því. Hins vegar gerist það eftir hrun að afli eykst hratt án þess að fjöldi starfa aukist samhliða því. Einnig veiktist gengi krónunnar gríðarlega á þessum tíma sem jók á hagnað útgerðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa oft gagnrýnt hvernig auðlindagjaldið er upp sett og að margar minni útgerðir eigi afar erfitt með að greiða af veiðigjöldin. „Eins og staðan er núna eru veiðigjöld of há þar sem við erum að greiða veiðigjöld af fiskveiðiárinu 2016. Íslenska krónan stendur gríðarlega sterkt og við hjá SFS finnum fyrir því að þetta sligi margar útgerðir,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður SFS. „Útgerðin hefur skilað miklum tekjum í þjóðarbúið og við erum stolt af því. Hins vegar er erfitt að greiða auðlindagjald tveimur árum eftir að fiskveiðiári lýkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00 Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. 28. febrúar 2018 07:00
Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. október 2017 19:45
Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00