Elliði í baráttusæti í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 22:51 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, skipar að eigin beiðni fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en hann hefur leitt listann síðustu 12 ár. Hildur Sólveig Sigurðardóttir skipar fyrsta sæti á listanum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúaráði flokksins í Eyjum. Framboðslistinn var samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Elliði Vignisson bað um að skipa fimmta sæti í ár eftir 12 ár í leiðtogasætinu. Hann verður þó áfram bæði leiðtogi og bæjarstjóraefni listans. „Að vera leiðtogi snýst ekki um stöðu eða sæti, ætli maður sér að vera leiðtogi verður maður að vera tilbúinn til að hlusta og bregðast við. Eftir að hafa leitt listann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvarlega umræðu um þörfina á valddreifingu,“ er haft eftir Elliða. „Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýðræðishalli að vera í senn í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóraefni, oddviti og sá sem er með langmestu reynsluna. Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í framboðssæti sem að við lítum á sem sæti varabæjarfulltrúa. Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem annars hefði ef til vill orðið að víkja af vettvangi bæjarmálanna,“ segir Elliði sem kvíðir því ekki að leiða listann sem varabæjarfulltrúi.Í fyrsta sæti fyrst kvenna í 20 ár Hildur Sólveig Sigurðardóttir er fyrsta konan í 20 ár sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Hún segist auðmjúk og þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt með því að taka fyrsta sætið. „Það er ekki sjálfgefið að ungri konu sé falið hlutverk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sætin. Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslumikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst einkennir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins er einlægur vilji til þess að halda áfram að gera samfélagið okkar betra og til að gera það mögulegt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hagsmunum fyrir hagsmuni heildarinnar. Við viljum öll taka þátt í þeim verkefnum sem fram undan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vestmannaeyja,“ segir Hildur Sólveig.Framboðslisti Sjálfstæðismanna er sem hér segir: 1. Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari 2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri 4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 5. Elliði Vignisson, oddviti og bæjarstjóri 6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur 7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði 10. Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 11. Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi 12. Arnar Svafarsson, sjómaður 13. Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur 14. Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgariSveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. 11. janúar 2018 21:30