Bjó sig undir stóra hjartaaðgerð fimm sinnum: „Erfitt að kveðja aðstandendur“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 20:00 Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22