Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 18:08 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám. Kjaramál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám.
Kjaramál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira