Malín Brand með Parkinson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2018 16:58 Malín Brand ákvað að greina frá sjúkdómnum í dag á alþjóðlegan dag Parkinsons. Fjölmiðlakonan Malín Brand greinir vinum og vandamönnum sínum á Facebook frá því að hún hafi fyrir rúmu ári greinst með Parkinson sjúkdóm. Einkenna gætti fyrir fimm árum þegar hún segir allt hafa tekið að leika í höndunum á sér. „Margir töldu sig vita orsakir handskjálfta míns og mikið ósköp hefði verið gaman ef einhverjir sérfræðingar nærumhverfisins hefðu haft á réttu að standa um hrossabresti mína og skort á fínhreyfingum frá því haustið 2013.“ Malín segist svo hafa fengið greiningu á ástandinu áramótin 2016 til 2017 og staðfestingu á því að um Parkinson sjúkdóminn væri að ræða. Í framhaldinu hafi hún getað farið að „hrista þetta af mér“ með lyfjagjöf eins og hún kemst sjálf að orði. Þakkar hún frábæru teymi lækna og heilbrigðisstarfsfólks sem kom að greiningunni. „Það var æðislega gaman þegar lyfin fóru að virka sl. sumar og ég gat haldið á einhverju með vinstri án þess að þeyta því um nánasta umhverfi,“ skrifar Malín vinum sínum. „Súpulausir veggir í margra metra radíus! Jibbíkóla!“Húmorinn í fyrirrúmi Greinilegt er að Malín mætir sjúkdómnum með bjartsýni og húmorinn á lofti. „Ég er alla daga með húmorinn á lofti. Annars væri ég dauð úr leiðindum,“ segir Malín í samtali við Vísi. Aðspurð hvaða kenningar kollegar hennar hafi komið með á sínum tíma segir hún það verði að bíða ævisögunnar. Það hafi þó verið mjög margar fyndnar kenningar. „Ég vildi vekja athygli á þessu útaf þessum degi,“ segir Malín en í dag er alþjóðlegi Parkinson dagurinn eins og sjá má víða undir merkjunum #WorldParkinsonsDay og #UniteForParkinsons. Þá sé vel við hæfi að hugleiða hvers eðlis þessi ólæknandi lífsförunautur sé. „Sjálf hef ég, og elsku Óðinn sonur minn, tekið húmorinn með í myndina, enda er svo margt sprenghlægilegt við þetta ástand. Ég meina, maður hristir eitthvað fram úr erminni oft á dag og ólíklegasta fólk fer að hafa áhyggjur af því að manni sé kalt og býður mér kápuna sína. Svo ekki sé minnst á þá sem halda að ég sé að fara yfir um af stressi og almennri taugaveiklun!“Að neðan má sjá myndband á vegum Parkinson samtakanna í Bretlandi sem á að lýsa Parkinson fyrir þeim sem lítið þekkja til sjúkdómsins.Malín komst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún og systir hennar, Hlín Einarsdóttir, voru handteknar og síðar dæmdar fyrir að reyna að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín hlaut tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Aðspurð hvort mögulegt sé að sjúkdómurinn og einkenni hans hafi haft eitthvað með dómgreindarleysi og ákvarðanartöku hennar í því máli að gera segir Malín: „Allt aukaálag, öll streita, fer rosalega illa með Parkinson fólk. Einkennin verða miklu verri.Þú getur ímyndað þér að þetta er búið að vera mjög skrautlegt í gegnum þessi þrjú ár, þessi dómsmál og þessa vitleysu. Malín er 36 ára og er því sannarlega í yngri kantinum hvað varðar Parkinson, sem þó er ekki öldrunarsjúkdómur. Sjúkdómurinn getur komið upp hvenær sem er þó algengastur að komi fram hjá fólki á aldrinum 50 til 70 ára. Dæmi eru um að sjúkdómurinn greinist hjá mun yngra fólki.Nánari upplýsingar um Parkinson sjúkdóminn má lesa á heimasíðu Parkinson-samtakanna. Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Neil Diamond hættir tónleikaferðum vegna Parkinson-sjúkdómsins "Ég hef verið svo lánsamur að geta haldið tónleika fyrir almenning síðastliðin 50 ár.“ 23. janúar 2018 11:07 Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“ Stundar köfun og tekur þátt í björgunarstarfi Landsbjargar. 11. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Fjölmiðlakonan Malín Brand greinir vinum og vandamönnum sínum á Facebook frá því að hún hafi fyrir rúmu ári greinst með Parkinson sjúkdóm. Einkenna gætti fyrir fimm árum þegar hún segir allt hafa tekið að leika í höndunum á sér. „Margir töldu sig vita orsakir handskjálfta míns og mikið ósköp hefði verið gaman ef einhverjir sérfræðingar nærumhverfisins hefðu haft á réttu að standa um hrossabresti mína og skort á fínhreyfingum frá því haustið 2013.“ Malín segist svo hafa fengið greiningu á ástandinu áramótin 2016 til 2017 og staðfestingu á því að um Parkinson sjúkdóminn væri að ræða. Í framhaldinu hafi hún getað farið að „hrista þetta af mér“ með lyfjagjöf eins og hún kemst sjálf að orði. Þakkar hún frábæru teymi lækna og heilbrigðisstarfsfólks sem kom að greiningunni. „Það var æðislega gaman þegar lyfin fóru að virka sl. sumar og ég gat haldið á einhverju með vinstri án þess að þeyta því um nánasta umhverfi,“ skrifar Malín vinum sínum. „Súpulausir veggir í margra metra radíus! Jibbíkóla!“Húmorinn í fyrirrúmi Greinilegt er að Malín mætir sjúkdómnum með bjartsýni og húmorinn á lofti. „Ég er alla daga með húmorinn á lofti. Annars væri ég dauð úr leiðindum,“ segir Malín í samtali við Vísi. Aðspurð hvaða kenningar kollegar hennar hafi komið með á sínum tíma segir hún það verði að bíða ævisögunnar. Það hafi þó verið mjög margar fyndnar kenningar. „Ég vildi vekja athygli á þessu útaf þessum degi,“ segir Malín en í dag er alþjóðlegi Parkinson dagurinn eins og sjá má víða undir merkjunum #WorldParkinsonsDay og #UniteForParkinsons. Þá sé vel við hæfi að hugleiða hvers eðlis þessi ólæknandi lífsförunautur sé. „Sjálf hef ég, og elsku Óðinn sonur minn, tekið húmorinn með í myndina, enda er svo margt sprenghlægilegt við þetta ástand. Ég meina, maður hristir eitthvað fram úr erminni oft á dag og ólíklegasta fólk fer að hafa áhyggjur af því að manni sé kalt og býður mér kápuna sína. Svo ekki sé minnst á þá sem halda að ég sé að fara yfir um af stressi og almennri taugaveiklun!“Að neðan má sjá myndband á vegum Parkinson samtakanna í Bretlandi sem á að lýsa Parkinson fyrir þeim sem lítið þekkja til sjúkdómsins.Malín komst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún og systir hennar, Hlín Einarsdóttir, voru handteknar og síðar dæmdar fyrir að reyna að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Malín hlaut tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Aðspurð hvort mögulegt sé að sjúkdómurinn og einkenni hans hafi haft eitthvað með dómgreindarleysi og ákvarðanartöku hennar í því máli að gera segir Malín: „Allt aukaálag, öll streita, fer rosalega illa með Parkinson fólk. Einkennin verða miklu verri.Þú getur ímyndað þér að þetta er búið að vera mjög skrautlegt í gegnum þessi þrjú ár, þessi dómsmál og þessa vitleysu. Malín er 36 ára og er því sannarlega í yngri kantinum hvað varðar Parkinson, sem þó er ekki öldrunarsjúkdómur. Sjúkdómurinn getur komið upp hvenær sem er þó algengastur að komi fram hjá fólki á aldrinum 50 til 70 ára. Dæmi eru um að sjúkdómurinn greinist hjá mun yngra fólki.Nánari upplýsingar um Parkinson sjúkdóminn má lesa á heimasíðu Parkinson-samtakanna.
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Neil Diamond hættir tónleikaferðum vegna Parkinson-sjúkdómsins "Ég hef verið svo lánsamur að geta haldið tónleika fyrir almenning síðastliðin 50 ár.“ 23. janúar 2018 11:07 Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“ Stundar köfun og tekur þátt í björgunarstarfi Landsbjargar. 11. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Neil Diamond hættir tónleikaferðum vegna Parkinson-sjúkdómsins "Ég hef verið svo lánsamur að geta haldið tónleika fyrir almenning síðastliðin 50 ár.“ 23. janúar 2018 11:07
Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“ Stundar köfun og tekur þátt í björgunarstarfi Landsbjargar. 11. ágúst 2017 10:00