Í fjögurra daga móki eftir kynni sín af Cosby Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:37 Heidi Thomas er meðal þeirra kvenna sem ásakað hafa Bill Cosby um kynferðislega misnotkun. Vísir/Getty Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54
Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44