Í fjögurra daga móki eftir kynni sín af Cosby Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:37 Heidi Thomas er meðal þeirra kvenna sem ásakað hafa Bill Cosby um kynferðislega misnotkun. Vísir/Getty Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Sjá meira
Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54
Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44