Hagnaður GAMMA minnkaði um fjórðung Hörður Ægisson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira