Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2018 18:46 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir „Yfirlýsing ljósmæðra og BHM er að mínu mati bæði óskiljanleg og tilhæfulaus og ég hafna þeirri túlkun á orðum mínum sem þar kemur fram“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í svari sínu við téðri yfirlýsingu Félags ljósmæðra og Bandalags sem send var út í dag. Í ályktun félaganna, sem gefin var út vegna svara heilbrigðisráðherra við spurningum um kjaramál ljósmæðra á Alþingi í gær, var lýst yfir undrun og vanþókun á ummælum ráðherra. Þar sagði einnig að svör ráðherra bentu til þess að hún teldi kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra.Sjá einnig: Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Eins og áður sagði hafnar heilbrigðisráðherra þeirri túlkun á orðum sínum sem þar kom fram, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. „Ég ber hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda veit ég að gott heilbrigðiskerfi verður ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra,“ segir enn fremur í yfirlýsingu. Þá minnir heilbrigðisráðherra á yfirlýsingu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra sem birt var 12. febrúar síðastliðinn í tengslum við kjarasamninga 17 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. „Áherslur stjórnvalda og vilji þeirra til að styrkja heilbrigðiskerfið með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsfólks hjá ríkinu verða varla skýrari en þar kemur fram,“ segir ráðherra. Í gær var greint frá því að alvarleg staða væri komin upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið sem enn er óleyst. Næsti samningafundur ljósmæðra hjá Ríkissáttasemjara er á mánudag eftir viku. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Yfirlýsing ljósmæðra og BHM er að mínu mati bæði óskiljanleg og tilhæfulaus og ég hafna þeirri túlkun á orðum mínum sem þar kemur fram“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í svari sínu við téðri yfirlýsingu Félags ljósmæðra og Bandalags sem send var út í dag. Í ályktun félaganna, sem gefin var út vegna svara heilbrigðisráðherra við spurningum um kjaramál ljósmæðra á Alþingi í gær, var lýst yfir undrun og vanþókun á ummælum ráðherra. Þar sagði einnig að svör ráðherra bentu til þess að hún teldi kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra.Sjá einnig: Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Eins og áður sagði hafnar heilbrigðisráðherra þeirri túlkun á orðum sínum sem þar kom fram, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. „Ég ber hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda veit ég að gott heilbrigðiskerfi verður ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra,“ segir enn fremur í yfirlýsingu. Þá minnir heilbrigðisráðherra á yfirlýsingu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra sem birt var 12. febrúar síðastliðinn í tengslum við kjarasamninga 17 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna. „Áherslur stjórnvalda og vilji þeirra til að styrkja heilbrigðiskerfið með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsfólks hjá ríkinu verða varla skýrari en þar kemur fram,“ segir ráðherra. Í gær var greint frá því að alvarleg staða væri komin upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið sem enn er óleyst. Næsti samningafundur ljósmæðra hjá Ríkissáttasemjara er á mánudag eftir viku.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45
Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. 10. apríl 2018 15:30
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38