Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 14:56 Trump er almennt sagður tregur til að ferðast út fyrir Bandaríkin. Ferðin til Perú átti að vera á föstudag. Um helgar hefur Trump yfirleitt flýtt sér á sumardvalarstað sinn á Flórída til að spila golf. Vísir/AFP Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15