Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 14:56 Trump er almennt sagður tregur til að ferðast út fyrir Bandaríkin. Ferðin til Perú átti að vera á föstudag. Um helgar hefur Trump yfirleitt flýtt sér á sumardvalarstað sinn á Flórída til að spila golf. Vísir/AFP Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15