Fasteignaverð hækkað mikið í stærri bæjum úti á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 08:54 Hækkun fasteignaverðs hefur verið langmest á Akranesi. vísir/ernir Þegar litið er á hækkun fasteignaverðs á einu ári, það er frá fyrsta ársfjórðungi 2017 til fyrsta ársfjórðungs 2018, kemur í ljós að hún hefur verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en Reykjavík. Hækkunin var þannig langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Var hækkun fasteignaverðs mun minni en í Reykjavík og þá væntanlega enn lægri á höfuðborgarsvæðinu í heild. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. Þar segir að niðurstöður mælinga Hagstofunnar á hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni hafi komið verulega á óvart í janúar og í mars. „Síðustu 12 mánuði hefur þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni verið til hækkunar vísitölu neysluverðs í 10 skipti af 12. Það þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár. Nú í mars var hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni á 12 mánaða grundvelli 22,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar og hækkun frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 17,9%. Sú tala stemmir ágætlega við þær tölur um hækkun í stærri bæjum sem kom fram hér að ofan. Frá því í nóvember hefur þróun fasteignaverðs í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Það kemur alls ekki á óvart í ljósi þess hve litlir þessir markaðir eru. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar á Akranesi, enda er hann minnsti bærinn af þessum fjórum. Sé litið á vegnar meðalbreytingar á verði miðað við stærð þessara bæja má sjá að verðbreytingar milli mánaða fylgja ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi,“ segir í Hagsjánni. Sömu upplýsingar koma fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs þar sem segir að undanfarna mánuði hafi íbúðaverð á landsbyggðinni hækkað töluvert hraðar en íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu.Hagsjá Landsbankans má sjá hér og mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs hér. Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00 Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þegar litið er á hækkun fasteignaverðs á einu ári, það er frá fyrsta ársfjórðungi 2017 til fyrsta ársfjórðungs 2018, kemur í ljós að hún hefur verið mun meiri í fjórum stærstu bæjum landsins en Reykjavík. Hækkunin var þannig langmest á Akranesi og svo í Árborg, en svipuð á Akureyri og í Reykjanesbæ. Var hækkun fasteignaverðs mun minni en í Reykjavík og þá væntanlega enn lægri á höfuðborgarsvæðinu í heild. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. Þar segir að niðurstöður mælinga Hagstofunnar á hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni hafi komið verulega á óvart í janúar og í mars. „Síðustu 12 mánuði hefur þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni verið til hækkunar vísitölu neysluverðs í 10 skipti af 12. Það þarf ekki að koma á óvart miðað við þróun á fasteignamarkaði síðustu ár. Nú í mars var hækkun fasteignaverðs á landsbyggðinni á 12 mánaða grundvelli 22,2% samkvæmt tölum Hagstofunnar og hækkun frá 1. ársfjórðungi 2017 til sama tíma 2018 17,9%. Sú tala stemmir ágætlega við þær tölur um hækkun í stærri bæjum sem kom fram hér að ofan. Frá því í nóvember hefur þróun fasteignaverðs í stærri bæjum verið mjög óregluleg. Það kemur alls ekki á óvart í ljósi þess hve litlir þessir markaðir eru. Sveiflurnar eru sérstaklega miklar á Akranesi, enda er hann minnsti bærinn af þessum fjórum. Sé litið á vegnar meðalbreytingar á verði miðað við stærð þessara bæja má sjá að verðbreytingar milli mánaða fylgja ekki sama mynstri og tölur Hagstofunnar úr vísitölu neysluverðs. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur vegið meðaltal verðhækkana í þessum fjórum bæjum verið tæp 8% frá því í nóvember en tölur Hagstofunnar segja hækkunina um 7%. Heildarhækkunin er svipuð en breytingin milli einstakra mánaða er mjög mismunandi,“ segir í Hagsjánni. Sömu upplýsingar koma fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs þar sem segir að undanfarna mánuði hafi íbúðaverð á landsbyggðinni hækkað töluvert hraðar en íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu.Hagsjá Landsbankans má sjá hér og mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs hér.
Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00 Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28 Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Hækkun íbúðaverðs á milli ára minni nú en á síðasta ári 25. mars 2018 19:00
Leiguverð hækkar svipað mikið og fasteignaverð Árshækkun leiguverðs samkvæmt þinglýstum leigusamningum nemur nú um 10,4 prósentum og er hækkunin áþekk hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem mælist nú 10,6 prósent. 22. mars 2018 20:28
Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Dósent segir Akranes eiga mikið inni hvað varðar fjölgun íbúa. Hætti ríkið gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin gæti Vesturland tekið við fólki sem flýr fasteignaverð í borginni líkt og Suðurnes síðustu ár. 14. febrúar 2018 06:00