Assad-liðar ráðast gegn bandamönnum Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2018 17:30 Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Vísir/AFP Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018 Sýrland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað á austurbakka Efrat-fljót í Sýrlandi í dag eftir að sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, réðust á bandamenn Bandaríkjanna, SDF, sem að mestu samanstanda af sýrlenskum Kúrdum. Ríkissjónvarp Sýrlands, SANA, sagði Assad-liðana hafa náð tökum á nokkrum þorpum í Deir Ezzor en SDF og Bandaríkin segjast hafa rekið þá brott í gagnárás. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir sex meðlimi SDF hafa fallið og 22 hafa særst. Ekki er vitað hve margir Assad-liðar féllu. Sjaldgæft er að til bardaga komi á milli Assad-liða og SDF og hefur Efrat-fljótið myndað nokkurs konar landamæri á milli fylkinganna. Bandaríkin eru með fjölda hermanna í austurhluta Sýrlands þar sem þeir hafa aðstoðað SDF gegn Íslamska ríkinu. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu- og gaslindum. Síðast kom til átaka á milli fylkinganna í febrúar þegar Assad-liðar gerðu árás á herstöð SDF á svæðinu. Þá voru bandarískir hermenn staddir í herstöðinni og gerðu Bandaríkin umfangsmiklar loftárásir á árásaraðilana. Minnst hundrað manns og allt að þrjú hundruð féllu í árásinni og þar á meðal voru rússneskir málaliðar.Samkvæmt Reuters segja SDF að rússneskir málaliðar hafi aftur tekið þátt í árásunum gegn þeim. Þó er talið að málaliðar á vegum Íran og meðlimir Hezbollah hafi verið stærstu fylkingarnar í árásarliðinu. Þá segir heimildarmaður fréttaveitunnar að Bandaríkin hafi einnig aftur gert loftárásir til að stöðva árásirnar. Hér að neðan má sjá umfjöllun MSNBC um árásina í febrúar.In February, Russian mercenaries attacked a US base in #Syria. Hundreds were killed in retaliatory airstrikes. The Kremlin tried to cover up the incident, but we got hold of intercepted recordings in which some of the contract soldiers discussed the encounter. pic.twitter.com/eoQMiXk5sX— On Assignment with Richard Engel (@OARichardEngel) April 28, 2018
Sýrland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira