Segir reynt að útrýma samkeppni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2018 19:00 Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira