Byggjum í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson og skrifa 28. apríl 2018 13:42 Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar