Merkel heimsótti Trump Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 23:45 Leiðtogarnir tveir, Angela Merkel og Donald Trump, á blaðamannafundi. Visir / AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá. Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49
Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02