Vill hraðamyndavélar við alla grunn- og leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:42 Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30