Fyrir hinum hefðbundna notanda facebook er uppfærslan óskiljanleg en fyrir þeim sem þekkja helstu afkima internetsins kann þetta að þykja kunnuglegt.
Incel samfélagið svokallaða er hluti af karlhvelinu svokallaða. Samheiti yfir þá sem aðhyllast hverskyns karlréttindi og stilla sér upp andspænis femínisma.

Incel menn sem halda fyrst og fremst til á internetinu, á síðum eins og 4chan eða reddit, hafa margir hverjir skilgreint fyrirbærið sem einskonar félagslega stöðu eða stétt og núverandi samfélagsskipan þeim í óvil.
Chad og Stacy eru þá uppnefni Incel manna á þeim sem skara fram úr á sviði tilhugalífsins. Uppnefnin svipa til fyrirliðans í fótboltaliðinu og yfirklappstýrunnar sem finna má í klisjukenndum amerískum bíómyndum. Chad og Stacy eru semsagt kynþokkaþokkafulla fólkið sem stundar kynlíf ólíkt Incel mönnunum. Á spjallþráðum Incel manna má sjá vilja þeirra til að ná sér niður á þessum einstaklingum. Steypa þeim af stóli líkt og Menassian orðar það í stöðuuppfærslu sinni og koma á réttlæti í þágu Incel manna.
Thomas segir ákveðna tilætlunarsemi einkenna marga Incel menn. Ef þú kemur fram sem herramaður gagnvart konu eigir þú skilið að fá athygli eða jafnvel kynlíf. Eðli málsins samkvæmt er tilveran ögn flóknari en svo.

Incel hópurinn er fjarri því að vera skipulögð samtök á borð við ISIS en á það sameiginlegt með þeim samtökum að vera aðlaðandi fyrir félagslega einangraða menn sem telja sig upp á kant við samfélagið. Ekki allir innan samfélagsins myndu hneygjast til ofbeldis þó að á spjallborðum megi finna fyrirlitlegan kvenhatur þar sem jafnvel er hvatt til nauðgana. Þrátt fyrir að fæstir í Incel samfélaginu myndu grípa til þess að beita ofbeldi er meðvirknin gagnvart hryðjuverkum Rodger og Menassian ærandi.
„Það eru vissulega bara tvö tilfelli þar sem Incel fólk hefur framið voðaverk,“ segir Thomas. „En ef þú ferð aftur til dagsins þegar Elliot Rodger, einn Icel mannana sem drap fjölda fólks og svo sjálfan sig, gat maður séð að hann hafði áður lýst því yfir á innan samfélagsins á netinu hvað hann hafði í hyggju. Fáeinir spurðu hvort að það ætti að hringja á lögregluna en meirihlutinn sagði: „Nei. Sjáum hvað gerist og leyfum honum að gera það sem hann þarf að gera fyrir málstaðinn.“ Þannig að þetta eru ekki alveg menn sem eru einir á ferð þar sem þeir voru hvattir áfram af samfélaginu á netinu.“
Í huga Thomas er miklvægt að draga úr því sem oft er kölluð eitruð karlmennska. Hún sé ein undirrót öfgavæðinga þessara félagslega einangruðu karlmanna.