Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 09:18 Andie Nordgren hefur verið yfirframleiðandi EVE Online frá árinu 2014. Vísir/ANton Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018 Vistaskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018
Vistaskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira