Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 15:30 Caster Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna vísir/getty Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018 Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf. BBC greinir frá þessu í dag.Nýja reglugerðin mun taka gildi 1. nóvember og á við um allar hlaupavegalengdir frá 400m og upp í mílu (1,6 km). Það eru 400m, 400m grindahlaup, 800m og 1500m og boðhlaup í sömu vegalengdum. Reglurnar eiga að jafna samkeppnina og koma í veg fyrir að konur með hátt testosterón hafi forskot á aðra keppendur. „Þessar reglur snúast ekki um svindl heldur að jafna möguleika allra keppenda til þess að tryggja sanngjarna keppni,“ sagði forseti IAAF, Sebastian Coe. Vilji hlaupararnir ekki taka inn áskilin lyf þá mega þær ekki keppa í hlaupunum, að minnsta kosti ekki í kvennaflokki. Þeim sé frjálst að hlaupa í öðrum vegalengdum eða hlaupa meðal karlmanna. Þá eiga reglurnar ekki við á mótum sem eru ekki viðurkennd af IAAF sem alþjóðleg mót. Caster Semenya frá Suður Afríu er ein af þeim sem fellur undir þennan hóp hlaupara. Hún hefur áður þurft að fara í kynprófanir í tengslum við hlaup sín en niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerðar opinberar. Semenya er ríkjandi Ólympíumeistari í 800m hlaupi kvenna. Semenya sendi frá sér tíst þegar ákvörðun IAAF hafði verið gerð opinber þar sem hún sagði: „Ég er 97 prósent viss um að ykkur líkar ekki við mig, en ég er 100 prósent viss um að mér er alveg sama.“pic.twitter.com/fic76ojjqh — Caster Semenya (@caster800m) April 26, 2018
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum