Hreinar strendur alltaf? Björg Kristín Sigþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar