Vilja lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og hafa leikskóla opna yfir sumartímann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 15:05 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni og kynnti stefnumál hans í dag ásamt Pawel Bartoszek í dag. viðreisn Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Viðreisn kynnti í dag stefnu sína fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Slagorð Viðreisnar í kosningunum er „Einfaldara líf“ og kom fram á kynningarfundi flokksins í dag að hann muni leggja sérstaka áherslu á þrjá lykilmálaflokka, það er skólamál, atvinnumál og velferðarmál. Þá leggur Viðreisn mikla áherslu að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg, þar sé þjónusta við borgarbúa í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek sem skipa 1. og 2. sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík kynntu stefnumálin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins fyrr í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli þeirra var að Viðreisn hyggst hækka framlög til dagforeldra um 50 milljónir króna, byggja upp ungbarnadeildir og hafa sex leikskóla opna yfir sumartímann svo foreldrar í borginni hafi val og þurfi ekki að taka sumarfrí þegar leikskólar loka. Þá vill flokkurinn hækka laun kennara um allt að 100 þúsund krónur og gera skóla Reykjavíkurborgar að eftirsóttum vinnustöðum. Viðreisn vill svo að stjórnsýsla Reykjavíkur verði rafræn að fullu og að ferlið við að senda inn umsóknir, fyrirspurnir og annað verði einfaldað. Í því felist meðal annars að fækka skrefum í stjórnsýslunni. Pawel tók dæmi um að í Reykjavík taki það sautján stjórnsýsluskref að byggja upp vöruskemmu en í Kaupmannahöfn taki það sjö. Viðreisn vill færa Reykjavík nær því. Þá er það á stefnuskrá flokksins að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Þegar kemur að fjármögnun þeirra verkefna sem Viðreisn hyggst ráðast í í Reykjavík fái flokkurinn til þess umboð er meðal annars stefnt að því að selja malbikunarstöðva Höfða og greiða upp skuldir, fækka og sameina ráð hjá borginni auk þess sem gert er ráð fyrir að Reykjavíkur fái tekjur af gistináttagjaldi. Samhliða blaðamannafundinum þar sem stefnan var kynnt var opnuð heimasíða þar sem farið er nánar í stefnumál flokksins í borginni.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00 Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00
Miðflokkurinn og VG hnífjöfn í nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Allt að sjö framboð gætu fengið kjörna fulltrúa. Næstum átta prósent þeirra sem taka afstöðu nefna önnur framboð en þau sem myndu fá kjörna fulltrúa. 25. apríl 2018 06:00
Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Minnst fjórtán flokkar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Þröskuldurinn til að ná manni inn lækkar úr rúmlega 6% niður í rúmlega 4% vegna fjölgunar borgarfulltrúa. 10. apríl 2018 19:45