Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Kortaþjónustan þurfti á hlutafjáraukningu að halda til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða færi í gjaldþrot. Vísir/stefán Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. Hluthafafundur Kortaþjónustunnar samþykkti í janúar að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að gefa út nýtt hlutafé fyrir ríflega 481 milljón króna að nafnverði til þess að efna áskriftarréttindi til handa félögunum Gikk, sem er í eigu Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs, og Ortak, sem er í eigu hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur. Stjórnin getur nýtt umrædda heimild innan fimm ára í einu lagi eða hlutum, eins og segir í samþykktum Kortaþjónustunnar. Sem kunnugt er keypti fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í nóvember í fyrra. Var þá um það samið að fyrrverandi eigendur fyrirtækisins gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast hlut í fyrirtækinu. Ef hlutafé færsluhirðingarfyrirtækisins verður aukið um 480 milljónir króna að nafnverði, líkt og kveðið er á um í heimild stjórnarinnar, gætu fyrrverandi eigendur þannig eignast 25 prósenta hlut í fyrirtækinu.Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarÞeir Jóhannes Ingi og Gunnar eru titlaðir sem sérstakir ráðgjafar Kortaþjónustunnar á vef fyrirtækisins. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar kom fram í kaupsamningi milli Kviku og Kortaþjónustunnar að með „hliðsjón af núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins“ hefði verið ákveðið að seljendur fengju eina krónu fyrir hlut sinn í félaginu. Samtímis kaupunum lögðu Kvika og fjárfestahópurinn Kortaþjónustunni einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, en fyrirtækið stóð, eins og kunnugt er, frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch í byrjun október á síðasta ári. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kaupsamningnum segir meðal annars að kaup og hlutafjáraukning fjárfestahópsins hafi verið nauðsynleg til að „koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða lögþvingað gjaldþrot“. Eftir greiðslustöðvun Monarch hafi Kortaþjónustan fengið á sig endurgreiðslukröfur (e. chargebacks) sem námu „verulegum fjárhæðum“ og ollu fyrirtækinu „alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum“. Svo Kortaþjónustan gæti haldið áfram rekstri var því þörf á hlutafjáraukningu og eins samkomulagi við alþjóðlegu kortafyrirtækin Mastercard og Visa um áframhaldandi aðild að uppgjörskerfum þeirra. Fjárfestingafélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er næststærsti einstaki eigandi Kortaþjónustunnar, á eftir Kviku banka, með tíu prósenta hlut. Hlutur Kviku í fyrirtækinu nemur um 41 prósenti en á meðal annarra hluthafa er félagið Res Limited, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, með tæplega sex prósenta hlut og þá eiga bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignarhaldsfélagið Frigus, liðlega fimm prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. Hluthafafundur Kortaþjónustunnar samþykkti í janúar að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að gefa út nýtt hlutafé fyrir ríflega 481 milljón króna að nafnverði til þess að efna áskriftarréttindi til handa félögunum Gikk, sem er í eigu Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs, og Ortak, sem er í eigu hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur. Stjórnin getur nýtt umrædda heimild innan fimm ára í einu lagi eða hlutum, eins og segir í samþykktum Kortaþjónustunnar. Sem kunnugt er keypti fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í nóvember í fyrra. Var þá um það samið að fyrrverandi eigendur fyrirtækisins gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast hlut í fyrirtækinu. Ef hlutafé færsluhirðingarfyrirtækisins verður aukið um 480 milljónir króna að nafnverði, líkt og kveðið er á um í heimild stjórnarinnar, gætu fyrrverandi eigendur þannig eignast 25 prósenta hlut í fyrirtækinu.Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarÞeir Jóhannes Ingi og Gunnar eru titlaðir sem sérstakir ráðgjafar Kortaþjónustunnar á vef fyrirtækisins. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar kom fram í kaupsamningi milli Kviku og Kortaþjónustunnar að með „hliðsjón af núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins“ hefði verið ákveðið að seljendur fengju eina krónu fyrir hlut sinn í félaginu. Samtímis kaupunum lögðu Kvika og fjárfestahópurinn Kortaþjónustunni einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, en fyrirtækið stóð, eins og kunnugt er, frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch í byrjun október á síðasta ári. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kaupsamningnum segir meðal annars að kaup og hlutafjáraukning fjárfestahópsins hafi verið nauðsynleg til að „koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða lögþvingað gjaldþrot“. Eftir greiðslustöðvun Monarch hafi Kortaþjónustan fengið á sig endurgreiðslukröfur (e. chargebacks) sem námu „verulegum fjárhæðum“ og ollu fyrirtækinu „alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum“. Svo Kortaþjónustan gæti haldið áfram rekstri var því þörf á hlutafjáraukningu og eins samkomulagi við alþjóðlegu kortafyrirtækin Mastercard og Visa um áframhaldandi aðild að uppgjörskerfum þeirra. Fjárfestingafélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er næststærsti einstaki eigandi Kortaþjónustunnar, á eftir Kviku banka, með tíu prósenta hlut. Hlutur Kviku í fyrirtækinu nemur um 41 prósenti en á meðal annarra hluthafa er félagið Res Limited, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, með tæplega sex prósenta hlut og þá eiga bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignarhaldsfélagið Frigus, liðlega fimm prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00
Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30