Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:29 Mynd frá IFB af Hauki. Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22