Íslenski boltinn

„Gott að einhver hafi trú á okkur“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar.

„Það er ljóst að uppbyggingin mun taka tíma hjá Fjölni. Þett verður ekki sumarið þeirra en þeir geta klifrað í töflunni ef allt smellur,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga þáttarins.

„Það ríkir mikil knattspyrnuhefð í Keflavík og þeir hafa iðulega staðið sig vel eftir að hafa komið upp um deild. Leikmannahópurinn er hins vegar þunnur og það er lykilatriði að þeir haldist heilir,“ sagði sérfræðingurinn Indriði Sigurðsson.

Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn í gærkvöld og ræddi Hörður Magnússon við þá.

„Framför frá því í fyrra að vera spáð 9. sæti, það er jákvætt,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis.

„Fyrst og fremst mun ég halda áfram þeirri vegferð sem Fjölnir hefur verið á. Ég vil hins vegar bæta inn í leik liðsins að geta haldið boltanum og geta sótt á mörgum mönnum.“

Guðlaugur Baldursson sagði spánna koma sér aðeins á óvart, en Keflavík hefur verið spáð falli af flestum öðrum spámönnum.

„Það er gott að einhver hafi trú á okkur. Við þurftum að leggja upp með aðra hluti en við gerðum í fyrra, við gerum okkur grein fyrir því að við erum í mun erfiðara verkefni og þurfum að laga okkur að því.“

Umfjöllun Pepsimarkanna um Fjölni og Keflavík má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×