Guns N' Roses koma með mikilli viðhöfn Benedikt Bóas skrifar 24. apríl 2018 05:30 Hljómsveitin á tónleikum í New York í fyrra. Vísir/Getty Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Bandaríska rokkhljómsveitin Guns N’ Roses er væntanleg hingað til lands í sumar og kemur fram á tónleikum á Laugardalsvelli þann 24. júlí. Friðrik Ólafsson tónleikahaldari segir að sviðið, ljósin og hljómkerfið verði flutt inn að utan, og að sviðið sjálft sé 65 metrar á breidd með risaskjáum á hliðunum. Hann nefnir til samanburðar að aðalsviðið á Secret Solctice í fyrra hafi verið 24 metrar á breidd, og stærsta svið sem sett hefur verið upp hérlendis. Fimmtán gámar verða fluttir til landsins og 150 manna teymi ferðast með hljómsveitinni, en það mun sjá um uppsetningu í samvinnu við íslenskt framleiðsluteymi. Þá verður sett sérstakt gólf á grasið sem verndar völlinn fyrir álagi. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinna muni taka eina viku.Meðlimir sveitarinnar árið 1985.Vísir/gettySlógu strax í gegn - Saga Guns N' Roses Izzy Stradlin, sem þá var meðlimur í hljómsveitinni LA Guns, sá hljómsveitina Hollywood Rose spila þar sem Axl Rose var að syngja. Úr varð að þeir félagar hittust og stofnuðu Guns N’ Roses í mars 1985. Fyrst átti hljómsveitin að heita Heads of Amazon eða AIDS en ákveðið var að sameina nöfn gömlu hljómsveitanna. Skömmu eftir stofnun gekk Duff McKagan til liðs við bandið. Síðar kom gamli Hollywood Rose gítarleikarinn Slash í bandið og fyrsta giggið var spilað í júní 1985. Þeir voru fljótir að fanga athygli stóru útgáfufyrirtækjanna og sömdu við Geffen Records í mars 1986. Platan Appetite for Destruction kom út 1987 og sló strax í gegn. Hún er enn söluhæsta fyrsta plata listamanns í Bandaríkjunum. Þar var hið ódauðlega merki hljómsveitarinnar kynnt, kross með hauskúpum hvers og eins hljómsveitarmeðlims. Welcome to the Jungle var fyrsta smáskífan. Svo kom stórsmellurinn Sweet Child o’ Mine sem rann ljúflega niður í hlustendur og rauk á toppinn á Billboard-listanum. Þetta er eina lagið sem hljómsveitin hefur komið á toppinn á þeim merka lista. Síðan tók við nánast samfelld sigurganga, tónlistarlega séð, þó vandræðin hafi elt nokkra hljómsveitarmenn. Fíkniefni og líkamsárásir urðu vikulegt fréttaefni og hljómsveitin leystist upp um tíma. En þeir eru komnir aftur, ferskir og flottir þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Tónleikar þeirra eru sagðir stórkostlegir en Evróputúrinn þeirra byrjar þriðja júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira