Ísraelsk morðtilræði á 3-4 daga fresti Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. apríl 2018 13:39 Lögreglan í Malasíu byggði þessar teikningar af hinum grunuðu á frásögnum sjónarvotta Vísir/EPA Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Ráðamenn í Malasíu og Palestínu hafa gefið til kynna að Ísraelsmenn beri ábyrgð en tilræðismennirnir komust undan á öflugu mótorhjóli eftir að hafa skotið Al Batsh tíu sinnum á götuhorni skammt frá mosku sem hann sótti. Ísraelsmenn neita alfarið ábyrgð en leyniþjónusta þeirra er þekkt fyrir að myrða andstæðinga Ísraelsríkis á erlendri grundu og hefur náð mikilli færni í slíkum aðgerðum. Það er yfirlýst stefna Ísraels að beita þessum aðferðum til að tryggja öryggi ríkisins en staðfesta yfirleitt ekki einstök tilvik fyrr en mörg ár hafa liðið. Í grunninn er um að ræða þrjár leyniþjónustustofnanir í Ísrael sem skipta með sér verkum: Shin Bet, Aman og Mossad. Shin Bet gætir innra öryggis, Aman er leyniþjónustuarmur hersins og Mossad er hin alræmda leyniþjónusta sem er undanþegin öllum landslögum og hefur vægast sagt mjög vítt umboð. Hvernig það umboð kom til og þróaðist er löng og blóðug saga.David Ben-Gurion ávarpar ísraelska þingið árið 1957Vísir/EPAHefndir og hryðjuverk David Ben Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels, ákvað snemma að hefndarmorð yrðu viðurkennd stefna. Það var gert til að sannfæra grannríkin um að Ísraelsríki væri komið til að vera þrátt fyrir stríðið sem braust út við stofnun ríkisins árið 1948. Samið var um vopnahlé 1949 en minniháttar skærur héldu áfram. Það var síðan árið 1953 sem handsprengju var kastað inn í hús ísraelskrar konu og hún fórst ásamt tveimur börnum sínum. Ben Gurion ákvað að fyrirskipa hefndaraðgerðir gegn Palestínumönnum og sendi herforingjann Ariel Sharon ásamt sérsveit til þorpsins Qibya á Vesturbakkanum. Sharon, sem seinna varð forsætisráðherra Ísraels, sagðist hafa fengið mjög skýrar skipanir að ofan. Árásin væri hefndaraðgerð og honum bæri að drepa eins marga og valda eins miklum skaða og mögulegt væri. Að minnsta kosti sextíu og níu Palestínumenn, aðallega almennir borgarar, voru myrtir að næturlagi í þorpinu af sérsveitum Ísraels. Moska, skóli og fjörutíu og fimm íbúðarhús voru jöfnuð við jörðu. Fjöldamorðin voru fordæmd af alþjóðasamfélaginu og Pinhas Lavon, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að þó að aðgerðin hafi heppnast vel hernaðarlega hafi hún skapað pólitísk vandamál. Lavon þurfti raunar að segja af sér skömmu síðar þegar kom í ljós að hann hafði einnig fyrirskipað leyniþjónustunni að gera sprengjuárásir á Bandaríkjamenn og Breta í Egyptalandi. Hugmyndin var að koma sökinni á samtökin Bræðralag Múslima og draga þannig Bandaríkin og Bretland inn í átökin fyrir botni Miðjarðarhafs en það mistókst hrapalega.Vopn og skotfæri sem meintir útsendarar Ísraels hafa skilið eftir á vettvangiVísir/EPAFjölbreyttar og frumlegar aðferðir um allan heim Eftir allt fjaðrafokið sem fylgdi þessum aðgerðum ákváðu Ísraelsmenn að skipta um gír í hefndaraðgerðum sínum. Sérsveit Ariels Sharons var formlega lögð niður og leyniþjónustan Mossad tók við umsjón hefndarárása og annarra aðgerða á erlendri grundu. Mossad fékk einnig það verkefni að elta uppi gamla nasista sem sluppu eftir lok seinni heimsstyrjaldar, þar á meðal hinn alræmda Adolf Eichmann. Til þess beittu útsendarar þeirra ýmsum aðferðum. Óvinir Ísraelsríkis gátu átt von á að vera numdir á brott í skjóli nætur, fá sprengju í bögglapósti, vera skotnir á götum úti, að eitrað væri fyrir þeim og margt fleira. Í nokkrum tilvikum voru menn lokkaðir á milli landa með gilliboðum um peninga og kynlíf með fögrum konum sem reyndust síðan vera á vegum Mossad. Þá var sprengjum komið fyrir á öllum mögulegum stöðum. Sumir sprungu í loft upp þegar þeir svöruðu í símann, aðrir þegar þeir lögðust á rúm eða opnuðu bók. Fyrstu morðin, sem vitað er að Mossad skipulagði, voru í Egyptalandi, Þýskalandi, Úrúgvæ, Líbanon, Ítalíu, Frakklandi, Kýpur, Grikklandi og Noregi. Megintilganginum var fljótlega náð: Óvinir Ísraelsríkis vissu að þeir væru hvergi óhultir. Hefndarsveitir Mossad voru aftur kallaðar út þegar palestínsku hryðjuverkasamtökin PFLP frömdu fjöldamorð á ísraelskum keppendum á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Kvikmynd Stevens Spielbergs, Munich, byggir á atburðunum sem fylgdu í kjölfarið þegar útsendarar Mossad eltu uppi og drápu skipuleggjendur hryðjuverkanna hvar sem þeir voru niðurkomnir.Lítið brot af hlaupi hinnar risavöxnu Bagdad fallbyssu sem kanadískur verkfræðingur hannaði. Hann galt fyrir það með lífi sínuWikimedia CommonsSkotmörkunum fjölgar hratt Þessar aðgerðir voru svo árangursríkar að Ísraelsmenn fóru að beita sömu aðferðum til að ráða af dögum vísindamenn og verkfræðinga sem óttast var að nýttu sérþekkingu sína gegn ísraelskum hagsmunum. Sem dæmi má nefna að fjöldi íranskra eðlisfræðinga hefur verið myrtur við grunsamlegar aðstæður eftir að kjarnorkuáætlun þarlendra stjórnvalda komst í hámæli. Þá var kanadíski verkfræðingurinn Gerald Bull myrtur í Belgíu árið 1990 eftir að hann seldi Saddam Hussein teikningar af risavaxinni fallbyssu sem til stóð að byggja í Írak. Ísraelsmenn hafa einnig ítrekað ráðið af dögum meinta sprengjugerðarsérfræðinga og leiðtoga palestínskra skæruliðasamtaka. Eitt sérstakasta málið kom upp í Jórdaníu árið 1997. Tveir ísraelskir leyniþjónustumenn (með fölsuð kanadísk vegabréf) smygluðu sér yfir landamærin til Jórdaníu og tókst þar að eitra fyrir Khaled Mashal, leiðtoga Hamas samtakanna. Útsendararnir voru hins vegar báðir handteknir og Hússein Jórdaníukonungur heimtaði að Ísrael afhenti móteitrið áður en Mashal andaðist. Mashal lá þá þungt haldinn á sjúkrahúsi. Ísraelska eitrið var sérstaklega hannað á leynilegri tilraunastofu og Ísraelsmenn höfðu því einir aðgang að móteitrinu. Hússein konungur hótaði að rifta friðarsamkomulaginu við Ísrael frá 1994, sem var mikil rós í hnappagat Clinton stjórnarinnar í Bandaríkjunum á þeim tíma. Bill Clinton hringdi því beint í forsætisráðherra Ísraels og skipaði honum að afhenda Jórdönum móteitrið, sem hann gerði. Tuttugu og sjö mínútna löng upptaka úr öryggismyndavélum hótelsins sýnir nákvæmlega hvernig útsendararnir eltu Mabhouh uppi og komu honum fyrir kattarnefLögreglan í DúbaíStela vestrænum vegabréfum Árið 2010 komust útsendarar Mossad aftur í heimspressuna eftir að leyniþjónustumenn réðu af dögum Hamasleiðtogann Mahmoud al Mabhouh á hótelherbergi í Dúbaí. Aftur var atburðarásin eins og í lélegri Hollywood njósnamynd. Mabhouh gerði sín fyrstu mistök þegar hann notaði vinsæla bókunarsíðu á internetinu til að panta flugmiða frá Damaskus í Sýrlandi til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísraelskur útsendari elti hann um borð en svo vildi til að vegna ofbókunar komust lífverðir Mabhouhs ekki með í sömu vél og urðu eftir á flugvellinum í Damaskus. Ísraelskir leyniþjónustumenn sátu síðan fyrir Mabhouh á hótelherberginu hans og sprautuðu hann með lamandi vöðvaslakandi lyfi þegar hann gekk inn um dyrnar. Honum var síðan gefið raflost með rafbyssu og hann kæfður með kodda. Lyfjaglas var skilið eftir á rúminu til að villa um fyrir rannsakendum. Lögreglan í Dúbaí fletti fljótlega ofan af málinu og birti myndir úr öryggismyndavélum sem sýndu leyniþjónustufólkið á vappi um hótelið í ýmsum dulargerfum. Það sem gerði málið erfitt fyrir Ísrael var sú uppljóstrun að útsendarar þeirra ferðuðust á fölsuðum vegabréfum frá Bretlandi, Írlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Ástralíu. Sum vegabréfin reyndust vera stolin, önnur fölsuð frá grunni. Það er gróft brot á alþjóðlegum sáttmálum að falsa eða stela vegabréfum annars ríkis og fjöldi ríkja fordæmdi Ísrael fyrir að stefna öryggi erlendra ríkisborgara í hættu og brjóta gegn fullveldi umræddra ríkja. Nokkrir ísraelskir stjórnarerindrekar voru reknir til síns heima í kjölfarið en málið fjaraði smám saman út. Ísraelski rannsóknarblaðamaðurinn Ronen Bergman er einn helsti sérfræðingur heims í aðferðum ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann segir allt benda til þess að Ísraelsmenn hafi ráðið Fadi al Batsh af dögum í Malasíu um helgina og bendir á að nákvæmlega sama aðferð hafi verið notuð margsinnis áður. Útsendarar Ísraels noti gjarnan mótorhjól á flótta sínum, líkt og í þessu tilviki, og komist oftast undan. Í bók sem Bergman skrifaði um morð leyniþjónustunnar, Rise and Kill First, kemur fram að fyrir seinni uppreisn Palestínumanna um aldamótin síðustu hafi Ísrael staðið fyrir minnst 500 tilraunum til að ráða menn af dögum og um eitt þúsund manns hafi dáið í þeim aðgerðum (bæði skotmörkin sjálf og almennir borgarar). Á síðustu átján árum hafi umfangið síðan aukist mikið og minnst 1800 morðtilraunir verið gerðar utan Ísraels. Það þýðir að Ísraelsmenn reyni að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti að ráða einhvern af dögum á erlendri grundu. Ástralía Fréttaskýringar Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Palestínski verkfræðingurinn Fadi Mohammad al-Batsh var ráðinn af dögum í Malasíu um helgina en hann var liðsmaður Hamas samtakanna. Ráðamenn í Malasíu og Palestínu hafa gefið til kynna að Ísraelsmenn beri ábyrgð en tilræðismennirnir komust undan á öflugu mótorhjóli eftir að hafa skotið Al Batsh tíu sinnum á götuhorni skammt frá mosku sem hann sótti. Ísraelsmenn neita alfarið ábyrgð en leyniþjónusta þeirra er þekkt fyrir að myrða andstæðinga Ísraelsríkis á erlendri grundu og hefur náð mikilli færni í slíkum aðgerðum. Það er yfirlýst stefna Ísraels að beita þessum aðferðum til að tryggja öryggi ríkisins en staðfesta yfirleitt ekki einstök tilvik fyrr en mörg ár hafa liðið. Í grunninn er um að ræða þrjár leyniþjónustustofnanir í Ísrael sem skipta með sér verkum: Shin Bet, Aman og Mossad. Shin Bet gætir innra öryggis, Aman er leyniþjónustuarmur hersins og Mossad er hin alræmda leyniþjónusta sem er undanþegin öllum landslögum og hefur vægast sagt mjög vítt umboð. Hvernig það umboð kom til og þróaðist er löng og blóðug saga.David Ben-Gurion ávarpar ísraelska þingið árið 1957Vísir/EPAHefndir og hryðjuverk David Ben Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísraels, ákvað snemma að hefndarmorð yrðu viðurkennd stefna. Það var gert til að sannfæra grannríkin um að Ísraelsríki væri komið til að vera þrátt fyrir stríðið sem braust út við stofnun ríkisins árið 1948. Samið var um vopnahlé 1949 en minniháttar skærur héldu áfram. Það var síðan árið 1953 sem handsprengju var kastað inn í hús ísraelskrar konu og hún fórst ásamt tveimur börnum sínum. Ben Gurion ákvað að fyrirskipa hefndaraðgerðir gegn Palestínumönnum og sendi herforingjann Ariel Sharon ásamt sérsveit til þorpsins Qibya á Vesturbakkanum. Sharon, sem seinna varð forsætisráðherra Ísraels, sagðist hafa fengið mjög skýrar skipanir að ofan. Árásin væri hefndaraðgerð og honum bæri að drepa eins marga og valda eins miklum skaða og mögulegt væri. Að minnsta kosti sextíu og níu Palestínumenn, aðallega almennir borgarar, voru myrtir að næturlagi í þorpinu af sérsveitum Ísraels. Moska, skóli og fjörutíu og fimm íbúðarhús voru jöfnuð við jörðu. Fjöldamorðin voru fordæmd af alþjóðasamfélaginu og Pinhas Lavon, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að þó að aðgerðin hafi heppnast vel hernaðarlega hafi hún skapað pólitísk vandamál. Lavon þurfti raunar að segja af sér skömmu síðar þegar kom í ljós að hann hafði einnig fyrirskipað leyniþjónustunni að gera sprengjuárásir á Bandaríkjamenn og Breta í Egyptalandi. Hugmyndin var að koma sökinni á samtökin Bræðralag Múslima og draga þannig Bandaríkin og Bretland inn í átökin fyrir botni Miðjarðarhafs en það mistókst hrapalega.Vopn og skotfæri sem meintir útsendarar Ísraels hafa skilið eftir á vettvangiVísir/EPAFjölbreyttar og frumlegar aðferðir um allan heim Eftir allt fjaðrafokið sem fylgdi þessum aðgerðum ákváðu Ísraelsmenn að skipta um gír í hefndaraðgerðum sínum. Sérsveit Ariels Sharons var formlega lögð niður og leyniþjónustan Mossad tók við umsjón hefndarárása og annarra aðgerða á erlendri grundu. Mossad fékk einnig það verkefni að elta uppi gamla nasista sem sluppu eftir lok seinni heimsstyrjaldar, þar á meðal hinn alræmda Adolf Eichmann. Til þess beittu útsendarar þeirra ýmsum aðferðum. Óvinir Ísraelsríkis gátu átt von á að vera numdir á brott í skjóli nætur, fá sprengju í bögglapósti, vera skotnir á götum úti, að eitrað væri fyrir þeim og margt fleira. Í nokkrum tilvikum voru menn lokkaðir á milli landa með gilliboðum um peninga og kynlíf með fögrum konum sem reyndust síðan vera á vegum Mossad. Þá var sprengjum komið fyrir á öllum mögulegum stöðum. Sumir sprungu í loft upp þegar þeir svöruðu í símann, aðrir þegar þeir lögðust á rúm eða opnuðu bók. Fyrstu morðin, sem vitað er að Mossad skipulagði, voru í Egyptalandi, Þýskalandi, Úrúgvæ, Líbanon, Ítalíu, Frakklandi, Kýpur, Grikklandi og Noregi. Megintilganginum var fljótlega náð: Óvinir Ísraelsríkis vissu að þeir væru hvergi óhultir. Hefndarsveitir Mossad voru aftur kallaðar út þegar palestínsku hryðjuverkasamtökin PFLP frömdu fjöldamorð á ísraelskum keppendum á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Kvikmynd Stevens Spielbergs, Munich, byggir á atburðunum sem fylgdu í kjölfarið þegar útsendarar Mossad eltu uppi og drápu skipuleggjendur hryðjuverkanna hvar sem þeir voru niðurkomnir.Lítið brot af hlaupi hinnar risavöxnu Bagdad fallbyssu sem kanadískur verkfræðingur hannaði. Hann galt fyrir það með lífi sínuWikimedia CommonsSkotmörkunum fjölgar hratt Þessar aðgerðir voru svo árangursríkar að Ísraelsmenn fóru að beita sömu aðferðum til að ráða af dögum vísindamenn og verkfræðinga sem óttast var að nýttu sérþekkingu sína gegn ísraelskum hagsmunum. Sem dæmi má nefna að fjöldi íranskra eðlisfræðinga hefur verið myrtur við grunsamlegar aðstæður eftir að kjarnorkuáætlun þarlendra stjórnvalda komst í hámæli. Þá var kanadíski verkfræðingurinn Gerald Bull myrtur í Belgíu árið 1990 eftir að hann seldi Saddam Hussein teikningar af risavaxinni fallbyssu sem til stóð að byggja í Írak. Ísraelsmenn hafa einnig ítrekað ráðið af dögum meinta sprengjugerðarsérfræðinga og leiðtoga palestínskra skæruliðasamtaka. Eitt sérstakasta málið kom upp í Jórdaníu árið 1997. Tveir ísraelskir leyniþjónustumenn (með fölsuð kanadísk vegabréf) smygluðu sér yfir landamærin til Jórdaníu og tókst þar að eitra fyrir Khaled Mashal, leiðtoga Hamas samtakanna. Útsendararnir voru hins vegar báðir handteknir og Hússein Jórdaníukonungur heimtaði að Ísrael afhenti móteitrið áður en Mashal andaðist. Mashal lá þá þungt haldinn á sjúkrahúsi. Ísraelska eitrið var sérstaklega hannað á leynilegri tilraunastofu og Ísraelsmenn höfðu því einir aðgang að móteitrinu. Hússein konungur hótaði að rifta friðarsamkomulaginu við Ísrael frá 1994, sem var mikil rós í hnappagat Clinton stjórnarinnar í Bandaríkjunum á þeim tíma. Bill Clinton hringdi því beint í forsætisráðherra Ísraels og skipaði honum að afhenda Jórdönum móteitrið, sem hann gerði. Tuttugu og sjö mínútna löng upptaka úr öryggismyndavélum hótelsins sýnir nákvæmlega hvernig útsendararnir eltu Mabhouh uppi og komu honum fyrir kattarnefLögreglan í DúbaíStela vestrænum vegabréfum Árið 2010 komust útsendarar Mossad aftur í heimspressuna eftir að leyniþjónustumenn réðu af dögum Hamasleiðtogann Mahmoud al Mabhouh á hótelherbergi í Dúbaí. Aftur var atburðarásin eins og í lélegri Hollywood njósnamynd. Mabhouh gerði sín fyrstu mistök þegar hann notaði vinsæla bókunarsíðu á internetinu til að panta flugmiða frá Damaskus í Sýrlandi til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísraelskur útsendari elti hann um borð en svo vildi til að vegna ofbókunar komust lífverðir Mabhouhs ekki með í sömu vél og urðu eftir á flugvellinum í Damaskus. Ísraelskir leyniþjónustumenn sátu síðan fyrir Mabhouh á hótelherberginu hans og sprautuðu hann með lamandi vöðvaslakandi lyfi þegar hann gekk inn um dyrnar. Honum var síðan gefið raflost með rafbyssu og hann kæfður með kodda. Lyfjaglas var skilið eftir á rúminu til að villa um fyrir rannsakendum. Lögreglan í Dúbaí fletti fljótlega ofan af málinu og birti myndir úr öryggismyndavélum sem sýndu leyniþjónustufólkið á vappi um hótelið í ýmsum dulargerfum. Það sem gerði málið erfitt fyrir Ísrael var sú uppljóstrun að útsendarar þeirra ferðuðust á fölsuðum vegabréfum frá Bretlandi, Írlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Ástralíu. Sum vegabréfin reyndust vera stolin, önnur fölsuð frá grunni. Það er gróft brot á alþjóðlegum sáttmálum að falsa eða stela vegabréfum annars ríkis og fjöldi ríkja fordæmdi Ísrael fyrir að stefna öryggi erlendra ríkisborgara í hættu og brjóta gegn fullveldi umræddra ríkja. Nokkrir ísraelskir stjórnarerindrekar voru reknir til síns heima í kjölfarið en málið fjaraði smám saman út. Ísraelski rannsóknarblaðamaðurinn Ronen Bergman er einn helsti sérfræðingur heims í aðferðum ísraelsku leyniþjónustunnar. Hann segir allt benda til þess að Ísraelsmenn hafi ráðið Fadi al Batsh af dögum í Malasíu um helgina og bendir á að nákvæmlega sama aðferð hafi verið notuð margsinnis áður. Útsendarar Ísraels noti gjarnan mótorhjól á flótta sínum, líkt og í þessu tilviki, og komist oftast undan. Í bók sem Bergman skrifaði um morð leyniþjónustunnar, Rise and Kill First, kemur fram að fyrir seinni uppreisn Palestínumanna um aldamótin síðustu hafi Ísrael staðið fyrir minnst 500 tilraunum til að ráða menn af dögum og um eitt þúsund manns hafi dáið í þeim aðgerðum (bæði skotmörkin sjálf og almennir borgarar). Á síðustu átján árum hafi umfangið síðan aukist mikið og minnst 1800 morðtilraunir verið gerðar utan Ísraels. Það þýðir að Ísraelsmenn reyni að jafnaði á þriggja til fjögurra daga fresti að ráða einhvern af dögum á erlendri grundu.
Ástralía Fréttaskýringar Ísrael Palestína Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira