Fótbolti

Hannes hélt hreinu í Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, hélt marki sínu hreinu í Íslendingaslag í fallbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Saba Lobjanidze skoraði þrennu í 3-0 sigri Randers á SönderjyskE. Fyrstu tvö mörkin komu á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði svo þrennuna á 73. mínútu.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn á miðju SönderjyskE.

Íslendingalið Start mætti meisturunum í Rosenborg í norsku úrvalseildinni. Aron Sigurðarson spilaði allan leikinn fyrir Start en þeir Kristján Flóki Finnbogason og Guðmundur Andri Tryggvason byrjuðu á bekknum.

Kristján Flóki kom inn á 55. mínútu en náði ekki að setja mark sitt á leikinn sem fór 2-0 fyrir Rosenborg. Matthías Vilhjálmsson er enn fjarri góðu gamni hjá Rosenborg vegna hnémeiðsla.

Emil Pálsson og Ingvar Jónsson sátu báðir allan leikinn á varamannabekk Sandefjord þegar liðið sótti Tromsö heim. Heimamenn fóru með 4-1 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×