Klukkan gæti slegið sitt síðasta slag Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. apríl 2018 12:00 Klukkan telur hversu lengi HSV hefur verið í efstu deild. Vísir/Getty Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira