Blaðamennirnir leiddir í gildru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Meðferð blaðamanna Reuters hefur verið mótmælt. Vísir/AFP Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. Þeir ættu að lokka þá á veitingastað með því að lofa þeim leyniskjölum og svo handtaka þá. Þetta fullyrti lögreglustjórinn Moe Yan Naing í skýrslutöku fyrir dómi í máli gegn Reuters-blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í gær. Réttarhöldin yfir Lone og Oo hafa staðið yfir frá því í janúar en blaðamennirnir eru ákærðir fyrir að brjóta upplýsingalög. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm en umfjöllunin sem þeir unnu að snerist um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Blaðamennirnir höfðu sagt frá því að þeir hefðu verið handteknir sekúndum eftir að þeir fengu skjölin í hendurnar. Lögreglumennirnir tveir sem handtóku Lone og Oo hafa ekki enn borið vitni í málinu. Myo Thu Soe, ofursti og talsmaður lögreglunnar, sagði vitnisburð Naing byggðan á tilfinningum lögreglustjórans. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að frásögnin væri sönn. Amal Clooney, einn verjenda blaðamannanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ákæruvaldið ætti að fella niður ákæru sína. Annars myndi dómari vísa málinu frá. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00 Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. Þeir ættu að lokka þá á veitingastað með því að lofa þeim leyniskjölum og svo handtaka þá. Þetta fullyrti lögreglustjórinn Moe Yan Naing í skýrslutöku fyrir dómi í máli gegn Reuters-blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í gær. Réttarhöldin yfir Lone og Oo hafa staðið yfir frá því í janúar en blaðamennirnir eru ákærðir fyrir að brjóta upplýsingalög. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm en umfjöllunin sem þeir unnu að snerist um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Blaðamennirnir höfðu sagt frá því að þeir hefðu verið handteknir sekúndum eftir að þeir fengu skjölin í hendurnar. Lögreglumennirnir tveir sem handtóku Lone og Oo hafa ekki enn borið vitni í málinu. Myo Thu Soe, ofursti og talsmaður lögreglunnar, sagði vitnisburð Naing byggðan á tilfinningum lögreglustjórans. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að frásögnin væri sönn. Amal Clooney, einn verjenda blaðamannanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ákæruvaldið ætti að fella niður ákæru sína. Annars myndi dómari vísa málinu frá.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00 Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00
Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00
Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00