Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 13:30 ETA-samtökin hafa nú beðist afsökunar. Allt stefnir í varanlega upplausn á starfsemi ETA. Vísir/AFP Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, báðust í afsökunar á þeim þjáningum sem hryðjuverkaárásir þeirra í baráttunni fyrir aðskilnaði ollu fórnarlömbum sem ekki áttu ekki beina aðkomu að átökunum. Búist er við því að tilkynnt verði um upplausn ETA á næstu vikum en samtökin birtu yfirlýsingu gærdagsins í tveimur baskneskum dagblöðum. „Við erum meðvituð um að við höfum valdið miklum þjáningum, óbætanlegum skaða, í þessari löngu, vopnuðu baráttu,“ sagði í yfirlýsingunni. Að auki sögðust ETA-liðar vilja sýna hinum látnu virðingu. „Við viljum biðja hina særðu og önnur fórnarlömb sem hlutu skaða af aðgerðum ETA afsökunar.“ Á þeim rúmu fjörutíu árum sem ETA barðist við Spánverja í Baskalandi er talið að 343 almennir borgarar hafi látið lífið, þar af 23 börn. Þá féllu einnig 387 spænskir lögreglumenn, 98 spænskir hermenn og einn franskur lögreglumaður. Einnig féllu um 200 ETA-liðar í átökunum. Árið 2011 tilkynnti ETA að samtökin myndu ekki lengur beita vopnum í baráttunni fyrir aðskilnaði og var varanlegu vopnahléi komið á. Á síðasta ári afvopnuðust samtökin svo alfarið. Þrátt fyrir þessi skref hefur hvorki spænska né franska ríkið viljað eiga í viðræðum við samtökin. Upplausnar ETA hefur verið krafist og er afsökunarbeiðni gærdagsins talin stórt skref í þá átt. ETA stigu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1959 sem stúdentahreyfing, andvíg alræðisstjórn Franciscos Franco. Enda hafði Franco bannað baskneska tungu, beitt sér gegn baskneskri menningu og fangelsað og pyntað baskneska fræðimenn og aktívista fyrir skoðanir þeirra. Samtökin gerðu fjölda árása á sínum tíma. Vert er að minnast á morðið á Luis Carrero Blanco, forsætisráðherra Francos, árið 1973, árás á stórmarkað í Barcelona sem kostaði 21 lífið árið 1987 og morðið á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, árið 2000. Árásir ETA hafa rist djúpt. Eru því ekki allir tilbúnir að fyrirgefa ETA þótt samtökin biðjist nú afsökunar. Tvenn samtök fórnarlamba hryðjuverkaárása höfnuðu afsökunarbeiðninni í gær. Um er að ræða Samtök fórnarlamba hryðjuverka (AVT) og Samband fórnarlamba hryðjuverka (COVITE). AVT sögðu í gær að yfirlýsing ETA væri enn eitt skref samtakanna í áætlun þeirra um að firra sig ábyrgð. ETA reyndi nú að endurskrifa söguna til þess að hvítþvo sig af glæpum. „Mér finnst þetta skammarlegt og siðferðilega rangt. Að þau skuli gera greinarmun á fólki sem átti skilið að fá kúlu í hausinn og fólki sem fórst vegna þess að það var óheppilega nálægt sprengjum ETA og átti ekki skilið að deyja,“ sagði Maria del Mar Blanco, leiðtogi AVT, við fréttastofu AFP í gær. Hin samtökin, COVITE, voru á sama máli. Gagnrýndu þau þessa skiptingu ETA á fórnarlömbum árásanna og sögðu ETA reyna að gera lítið úr glæpum sínum. Spænska ríkisstjórnin brást við yfirlýsingu ETA með því að segja að samtökin hefðu verið sigruð. Þau hefðu hvorki pólitískt né hernaðarlegt vægi og að þeim hefði mistekist að öllu leyti í baráttu sinni. „Þetta er afleiðing styrks laga og reglu. Við höfum sigrast á ETA með lýðræðið að vopni. ETA hefðu átt að biðjast afsökunar fyrir löngu,“ sagði í yfirlýsingu ríkisstjórnar Marianos Rajoy forsætisráðherra. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, ítrekaði í gær ákall stjórnvalda um skilyrðislausa upplausn ETA. Samtökin myndu ekki fá neitt í staðinn fyrir að leggja niður alla starfsemi. Talið er að um 300 meðlimir ETA séu nú í spænskum, frönskum og portúgölskum fangelsum. Þá séu allt að hundrað enn á flótta. ETA hafa áður farið fram á að fangarnir verði fluttir í fangelsi nær fjölskyldum sínum eftir að starfsemi hefur verið lögð niður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira