Facebook flýr evrópska löggjöf um gagnaöryggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, mætti fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum á dögunum. Vísir/EPA Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Facebook hefur fært ábyrgð á notendum sínum utan Bandaríkjanna frá alþjóðlegum höfuðstöðvum sínum á Írlandi og til höfuðstöðvanna í Kaliforníu. Með þessu kemst Facebook hjá því að fylgja nýrri löggjöf Evrópusambandsins um öryggi persónulegra upplýsinga. Guardian greindi frá þessu í gær. Löggjöfin ber heitið General Data Protection Regulation (GDPR) og tekur gildi þann 25. maí næstkomandi. Ef Facebook hefði gerst brotlegt við hina nýju löggjöf gæti það þýtt sekt upp á fjögur prósent af veltu fyrirtækisins sem samsvarar um 160 milljörðum króna. Talsmaður Facebook sagði við Reuters í gær að fyrirtækið myndi vernda upplýsingar allra notenda á sama hátt, hvort sem notandinn hefði samþykkt notendaskilmála í Bandaríkjunum eða á Írlandi. Breytingin hafi eingöngu verið gerð vegna þess að Evrópulöggjöfin fer fram á sérstakt orðalag í notendaskilmálanum en ekki sú bandaríska. Athyglisvert er að skoða ummæli Marks Zuckerberg framkvæmdastjóra frá því fyrr í mánuðinum í ljósi þessara tíðinda. Þegar Reuters spurði hvort hann gæti lofað því að GDPR-löggjöfinni yrði fylgt sagði Zuckerberg að Facebook myndi fylgja „anda löggjafarinnar“ á heimsvísu. Zuckerberg gaf svo álíka loðið svar þegar bandarískir þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Lukasz Olejnik gagnaöryggisfræðingur sagði við Guardian í gær að það væri síður en svo einfalt að færa upplýsingar eins og hálfs milljarðs notenda á milli landa. Aðgerðin væri áhyggjuefni. „Þetta er mikil og fordæmalaus breyting. Breytingin leiðir af sér minni kröfur um öryggi persónulegra upplýsinga og minni réttindi notenda,“ sagði Olejnik við Reuters.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Tveir milljarðar í öryggisgæslu forstjóra Stjórnendur Facebook segja að fyrirtækið hafi á síðustu árum greidd 20 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega tveimur milljörðum íslenskra króna, í öryggisgæslu fyrir forstjórann og stofnandann Mark Zuckerberg. 16. apríl 2018 06:00