Gullið tækifæri Stólanna Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. apríl 2018 08:30 vísir KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“ Dominos-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
KR fer norður á Sauðárkrók og mætir Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino’s-deildar karla í dag en tæp þrjú ár eru síðan KR tryggði sér titilinn í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Stólarnir eru með heimavallarréttinn og þarf KR því alltaf að vinna einn leik í Síkinu til að verja meistaratitilinn. Sagan er með KR í liði. KR-ingar eru Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára og hafa unnið síðustu átta úrslitaeinvígi sem liðið hefur komist í. KR getur unnið tíunda meistaratitil sinn eftir að úrslitakeppnin var tekin upp og um leið orðið fyrsta liðið sem vinnur titilinn fimm ár í röð eftir innleiðingu úrslitakeppninnar 1984. Þetta verður þriðja tilraun Stólanna til að klófesta þann stóra en Tindastóll varð bikarmeistari í fyrsta sinn fyrr á tímabilinu eftir stórsigur á KR í Laugardalshöll. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og álitsgjafi Fréttablaðsins, á von á því að fyrsti leikur einvígisins eigi eftir að segja heilmikið um komandi rimmu. „Stólarnir verða að verja heimavöllinn. Ef KR tekst að vinna í Síkinu ná þeir völdunum í þessu einvígi. Það vill ekkert lið fara í DHL-höllina 1-2 undir eins og Haukarnir voru í. Ekki á móti KR, þeir þrífast á þessum aðstæðum og þegar þeir finna lyktina af sigri með sitt fólk með sér eru þeir stórhættulegir.“ Töluverðar breytingar hafa verið á KR-hópnum á milli leikja en þeir bættu við Helga Má Magnússyni og Marcus Walker, fyrrverandi KR-ingum. „Það er ansi langt síðan bæði lið hafa verið svona vel mönnuð í úrslitarimmunni og það er mikil breidd hjá hvorum tveggja. Það getur unnið með eða á móti KR að vera í þessum hrókeringum. Tindastóll er með betur mótað lið, en KR sem er að breyta til er ennþá að pússa sig til og að finna taktinn,“ segir Ingi. „Manni finnst eins og Walker komi inn í þetta til að eltast við þessa góðu bakverði sem Stólarnir eru með og hann kemur til með að nýtast vel. Hann, rétt eins og Helgi, þekkir kúltúrinn í KR og skilur hvað félagið snýst um. Það sýnir tilfinningar hans til félagsins að hann er með merkið húðflúrað á sig. Hann er mikill öðlingur og góður inni í klefa.“ Ingi fer einnig fögrum orðum um Helga. „Það var talað um að hann gæti farið að rugla í leikkerfi KR-inga en hann kom bara einfaldlega inn í þetta. Þeir eru báðir toppmenn og góðir í klefa, Helgi er sennilega sá besti á landinu í klefanum.“ Ingi telur að einvígið verði áhugavert þar sem tveir klókir þjálfarar setji leikina upp. „Þetta verður mikil skák, tveir mjög góðir þjálfarar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir setja leikinn upp og hvar þeir reyna að ráðast hvor á lið annars,“ sagði Ingi sem býst við ólíkum leikjum. „Þetta hafa verið mjög ólíkir leikir hingað til. Í bikarnum áttu Stólarnir fullkominn dag og það gekk allt upp en það er ólíklegt að þeir hitti á það aftur. Það má búast við því að þessir leikir spilist öðruvísi, verði meiri spenna og jafnræði. Fyrsti leikurinn getur skipt öllu máli.“ Ingi telur að meðbyrinn sé með Tindastóli. „Reynslan í bikarnum, rétt eins og að hafa farið í úrslitin fyrir fjórum árum hjálpar þeim. Ef þeir hafa einhvern tíma tök á því að verða meistarar þá er það núna. Þetta er stóra tækifæri Tindastóls, þeir hafa verið að spila mjög vel en það skyldi enginn afskrifa KR.“
Dominos-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira