KR var með boltann í 16 mínútur á móti Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 16:00 Finnur Orri Margeirsson með boltann í nokkrar sekúndur af þeim 16 mínútum sem gestirnir höfðu hann. vísir/daníel þór Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45