Handarlausi varnarmaðurinn kominn í NFL-deildina | Spilar með tvíburabróður sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2018 13:00 Griffin fagnar eftir að hafa verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. vísir/getty Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni. NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira